Enski boltinn

Michu fær tækifæri með spænska landsliðinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Michu, markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, verður í næsta landsliðshópi Spánverja. Þetta staðfesti Vicente del Bosque, þjálfari heims- og Evrópumeistaranna, í viðtali við spænska ríkissjónvarpið.

Michu hefur átt frábært fyrsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni. Spánverjinn, sem keyptur var frá Rayo Vallecano fyrir þrjár milljónir punda eða sem nemur um 400 milljónum íslenskra króna.

Michu hefur skorað þrettán mörk í átján leikjum með Swansea á tímabilinu og er markahæstur í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×