Fótbolti

Liðin sem Messi tókst ekki að skora gegn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lionel Messi.
Lionel Messi. Nordicphotos/Getty
Lionel Messi skoraði 91 mark á árinu 2012 með liði sínu Barcelona og argentínska landsliðinu.

Messi skoraði 59 deildarmörk, þrettán mörk í meistaradeildinni, fimm í Konungsbikarnum, tvö mörk í spænska ofurbikarnum og tólf fyrir landslið Argentínu.

Messi skoraði mörkin 91 í 59 leikjum. Bayer Leverkusen og Malaga fengu að kenna á Messi meir en önnur lið. Messi skoraði nefnilega sex mörk gegn hvoru félagi á árinu.

Messi skoraði gegn 31 af 37 mótherjum sínum. Aðeins Benfica, Celta Vico, Chelsea, Villareal auk landsliða Perú og Saudi Arabíu þurftu ekki að sækja knöttinn í netið eftir mark Messi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×