Handbolti

Chile verður án línumannsins sterka

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Oneto í leik með Barcelona.
Oneto í leik með Barcelona. Nordicphotos/Getty
Karlalandslið Chile í handbolta hefur orðið fyrir blóðtöku því ljóst er að liðið verður án Marco Oneto, línumannsins sterka, á heimsmeistaramótinu á Spáni í janúar.

Oneto meiddist á vinstri fæti á æfingu með landsliðinu og mun ekki ná sér í tæka tíð fyrir mótið. Um mikla blóðtöku er að ræða enda Oneto stórstjarna landsliðs Chile. Hann leikur í dag með ungverska liðinu MKB Veszprem en var áður á mála hjá Barcelona.

Chile er í B-riðli heimsmeistaramótsins líkt og Ísland, Rússland, Katar, Danmörk og Makedónía. Leikið verður í Sevilla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×