Körfubolti

Fjórtandi sigur Keflavíkurkvenna í röð | Myndasyrpa úr Grafarvogi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Daníel
Keflavík hélt sigurgöngu sinni í Domino's-deild kvenna í körfubolta áfram í kvöld en liðið lagði botnlið Fjölnis í Grafarvogi 103-92.

Fjölnir-Keflavík 92-103

Gestirnir úr Keflavík náðu góðri forystu snemma leiks en það var Grafarvogsstúlkum til hróss að þær minnkuðu muninn og börðust allt til enda.

Keflavík hefur unnið alla fjórtán leiki sína í deildinni í vetur og hefur fjögurra stiga forskot á Snæfell sem lagði KR í kvöld.

Tölfræði leiksins má sjá hér fyrir neðan.

Fjölnir: Britney Jones 40/12 stoðsendingar, Bergdís Ragnarsdóttir 25/13 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 14/8 fráköst, Hrund Jóhannsdóttir 4/5 fráköst, Birna Eiríksdóttir 3, Dagbjört Helga Eiríksdóttir 3, Erna María Sveinsdóttir 2, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 1, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 0/5 fráköst.

Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 25/9 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 20/8 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 17/6 fráköst/6 stoðsendingar, Sara Rún Hinriksdóttir 13/6 fráköst, Jessica Ann Jenkins 10/4 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 9/4 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 4, Aníta Eva Viðarsdóttir 3, Bríet Sif Hinriksdóttir 2.

Snæfell-KR 72-61 (18-16, 19-17, 13-13, 22-15)

Snæfellingar unnu ellefu stiga sigur á KR í Stykkishólmi en Vesturbæingar hafa verið á miklu skriði að undanförnu. Með sigri hefði KR komist upp að hlið Snæfells í öðru sæti deildarinnar en í staðinn munar fjórum stigum á liðunum.

Tölfræði leiksins má sjá hér fyrir neðan.

Snæfell: Helga Hjördís Björgvinsdóttir 18/7 fráköst, Kieraah Marlow 18/8 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 15/11 fráköst/6 stoðsendingar, Ellen Alfa Högnadóttir 9, Hildur Björg Kjartansdóttir 7/13 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 5/6 fráköst/10 stoðsendingar.

KR: Patechia Hartman 25/11 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 11/9 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 10/7 fráköst, Rannveig Ólafsdóttir 5, Björg Guðrún Einarsdóttir 4, Anna María Ævarsdóttir 2, Hafrún Hálfdánardóttir 2, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 2/4 fráköst.

Haukar-Grindavík 73-64

Haukar unnu níu stiga sigur á Grindavík í viðureign liðanna í 5. og 6. sæti deildarinnar. Grindavík hefði náð Haukum að stigum með sigri en þess í stað er munurinn á liðunum, sem áfram verma 5. og 6. sætið, fjögur stig.

Haukar: Dagbjört Samúelsdóttir 19, Lovísa Björt Henningsdóttir 18/7 fráköst, Siarre Evans 15/20 fráköst/10 stoðsendingar/5 stolnir, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 8/6 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 7/5 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 2/4 fráköst, Ína Salome Sturludóttir 2, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2/5 fráköst.

Grindavík: Crystal Smith 32/4 fráköst/5 stolnir, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 7/4 fráköst, Helga Rut Hallgrímsdóttir 7/8 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 6/8 fráköst, Berglind Anna Magnúsdóttir 6, Mary Jean Lerry F. Sicat 4, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×