Gullbjörninn segir að Tiger hafi gott af samkeppni frá McIlroy 18. desember 2012 16:30 Tiger Woods er í þriðja sæti heimslistans í golfi. Nordic Photos / Getty Images Rory McIlroy er í efsta sæti heimslistans í golfi þessa stundina og hann var einnig valinn kylfingur ársins á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Norður-Írinn var efstur á peningalistanum á tveimur stærstu atvinnumótaröðum veraldar. Goðsögnin Jack Nicklaus, segir að gott gengi McIlroy, hafi kveikt neista í Tiger Woods sem ætli sér ekki að standa lengi í skugga hins 23 ára gamla McIlroy. Bob Harig, íþróttafréttamaður á ESPN, tók viðtal við Nicklaus á dögunum þar sem að „Gullbjörninn" tjáði sig um þessa stöðu. „Tiger er enn frábær kylfingur og hann hefur ekki misst áhugann á að vera í fremstu röð. Ég held að hann ætli sér að sýna hvað í honum býr. Samkeppnin er mun harðari en áður, og það eru fleiri kylfingar sem hafa getu til þess að blanda sér í baráttuna um sigurinn. Ég held að þessi samkeppni eigi eftir að nýtast Tiger. Ég held að Tiger þurfi að fá nokkur högg áður en hann slær til baka. Hann er þannig persóna," sagði Nicklaus og bætti við. „Þannig á þetta að vera. Það vilja allir sigra og samkeppnin er glerhörð og það er gott fyrir golfíþróttina." Nicklaus er sigursælasti kylfingur allra tíma þegar kemur að sigrum á einu af risamótunum fjórum. Bandaríkjamaðurinn sigraði á 18 risamótum á ferlinum. Landi hans Tiger Woods kemur þar næstur í röðinni með 14 slíka sigra. Af þeim kylfingum sem eru enn að keppa er Phil Mickelson frá Bandaríkjunum þar á eftir með 4 sigra. Woods er í þriðja sæti heimslistans þessa stundina en Luke Donald frá Englandi er í öðru sæti á eftir McIlroy. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory McIlroy er í efsta sæti heimslistans í golfi þessa stundina og hann var einnig valinn kylfingur ársins á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Norður-Írinn var efstur á peningalistanum á tveimur stærstu atvinnumótaröðum veraldar. Goðsögnin Jack Nicklaus, segir að gott gengi McIlroy, hafi kveikt neista í Tiger Woods sem ætli sér ekki að standa lengi í skugga hins 23 ára gamla McIlroy. Bob Harig, íþróttafréttamaður á ESPN, tók viðtal við Nicklaus á dögunum þar sem að „Gullbjörninn" tjáði sig um þessa stöðu. „Tiger er enn frábær kylfingur og hann hefur ekki misst áhugann á að vera í fremstu röð. Ég held að hann ætli sér að sýna hvað í honum býr. Samkeppnin er mun harðari en áður, og það eru fleiri kylfingar sem hafa getu til þess að blanda sér í baráttuna um sigurinn. Ég held að þessi samkeppni eigi eftir að nýtast Tiger. Ég held að Tiger þurfi að fá nokkur högg áður en hann slær til baka. Hann er þannig persóna," sagði Nicklaus og bætti við. „Þannig á þetta að vera. Það vilja allir sigra og samkeppnin er glerhörð og það er gott fyrir golfíþróttina." Nicklaus er sigursælasti kylfingur allra tíma þegar kemur að sigrum á einu af risamótunum fjórum. Bandaríkjamaðurinn sigraði á 18 risamótum á ferlinum. Landi hans Tiger Woods kemur þar næstur í röðinni með 14 slíka sigra. Af þeim kylfingum sem eru enn að keppa er Phil Mickelson frá Bandaríkjunum þar á eftir með 4 sigra. Woods er í þriðja sæti heimslistans þessa stundina en Luke Donald frá Englandi er í öðru sæti á eftir McIlroy.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira