Rory McIlroy PGA kylfingur ársins í fyrsta sinn á ferlinum 5. desember 2012 09:15 Caroline Wozniacki og Rory McIlroy. Nordic Photos / Getty Images Rory McIlroy var í gær útnefndur kylfingur ársins á bandarísku PGA mótaröðinni í golfi. Þetta er í fyrsta sinn sem Norður-Írinn fær þessa viðurkenningu. Hann þakkaði unnustu sinni, tenniskonunni Caroline Wozniacki, m.a. fyrir þann árangur sem hann hefur náð á keppnistímabilinu. Wozniacki, sem er frá Danmörku, er í fremstu röð á heimsvísu í sinni íþrótt. „Ég hef séð hve hart hún leggur að sér við æfingar og hún hefur gríðarlegan metnað. Ég hef lært ýmislegt af henni," sagði hinn 23 ára gamli McIlroy en hann er í efsta sætu heimslistans í golfi. „Hún hefur haft góð áhrif á feril minn, ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að ég hafi æft vel, og lagt hart að mér. Á undanförnum 18 mánuðum, og sérstaklega eftir sigurinn á opna bandaríska meistaramótinu, hefur mér tekist að taka eitt skref upp á við á ferlinum. Ég hef lært að verða betri atvinnumaður – en ég held ég hafi ekki breyst sem manneskja. Það eina sem ég hugsa um er að ná árangri og vinna eins mörg golfmót og hægt er," sagði McIlroy en hann á langt í land með að jafna árangur Tiger Woods á þessu sviði. Woods hefur tíu sinnum verið valinn kylfingur ársins á PGA mótaröðinni. Þeir sem oftast hafa verið valdir sem kylfingar ársins á PGA mótaröðinni eru: 10: Tiger Woods 6: Tom Watson 5: Jack Nicklaus 4: Ben Hogan 2: Julius Boros, Billy Casper, Arnold Palmer, Nick Price Golf Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Rory McIlroy var í gær útnefndur kylfingur ársins á bandarísku PGA mótaröðinni í golfi. Þetta er í fyrsta sinn sem Norður-Írinn fær þessa viðurkenningu. Hann þakkaði unnustu sinni, tenniskonunni Caroline Wozniacki, m.a. fyrir þann árangur sem hann hefur náð á keppnistímabilinu. Wozniacki, sem er frá Danmörku, er í fremstu röð á heimsvísu í sinni íþrótt. „Ég hef séð hve hart hún leggur að sér við æfingar og hún hefur gríðarlegan metnað. Ég hef lært ýmislegt af henni," sagði hinn 23 ára gamli McIlroy en hann er í efsta sætu heimslistans í golfi. „Hún hefur haft góð áhrif á feril minn, ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að ég hafi æft vel, og lagt hart að mér. Á undanförnum 18 mánuðum, og sérstaklega eftir sigurinn á opna bandaríska meistaramótinu, hefur mér tekist að taka eitt skref upp á við á ferlinum. Ég hef lært að verða betri atvinnumaður – en ég held ég hafi ekki breyst sem manneskja. Það eina sem ég hugsa um er að ná árangri og vinna eins mörg golfmót og hægt er," sagði McIlroy en hann á langt í land með að jafna árangur Tiger Woods á þessu sviði. Woods hefur tíu sinnum verið valinn kylfingur ársins á PGA mótaröðinni. Þeir sem oftast hafa verið valdir sem kylfingar ársins á PGA mótaröðinni eru: 10: Tiger Woods 6: Tom Watson 5: Jack Nicklaus 4: Ben Hogan 2: Julius Boros, Billy Casper, Arnold Palmer, Nick Price
Golf Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira