Mikilmenni hafa verið grafin upp gegnum tíðina BBI skrifar 27. nóvember 2012 21:45 Charlie Chaplin. Jarðneskar leifar Yasser Arafat voru grafnar upp á dögunum til að rannsaka hvort hann hafi verið myrtur. Af þessu tilefni tóku blaðamenn breska ríkisútvarpsins BBC saman áhugaverðan lista yfir tíu mikilmenni sem voru grafin upp af ýmsum ástæðum. Kvikmyndaleikarinn Charlie Chaplin sem var grafinn upp í mars árið 1978 af nokkurs konar grafræningjum. Þeir grófu hann aftur niður á kornakri nokkrum og kröfðust lausnargjalds af lögmanni stjörnunnar. Líkinu var skilað þremur mánuðum síðar eftir að grafræningjarnir voru handteknir. Í það skiptið grafhvelfingin gerð úr járnbentri steinsteypu svo ómögulegt yrði að hafa Chaplin á brott aftur. Þá var aska Marie Curie færð á sínum tíma úr litlum kirkjugarði til Parísar þar sem hún hvílir nú. Þetta var gert í heiðursskyni, enda vann hún nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar á geislavirkni.Kristófer Kólumbus var á sínum tíma grafinn í kirkjugarði í borginni Valladolid á Spáni. Hann hafði hins vegar farið fram á það í erfðaskrá sinni að vera grafinn í Ameríku. Þar var hins vegar engin kirkja til staðar þegar hann lést árið 1506. Árið 1542 var hann því grafinn upp og sendur til Dóminíska lýðveldisins til hinstu hvílu. En þar með er ekki öll sagan sögð, því Dóminíska lýðveldið varð nýlenda Frakklands í lok 17. aldar og þá var Kólumbus grafinn upp á ný og sendur til Kúbu. Þar fékk hann ekki að hvíla lengi, því Kúba varð sjálfstæð árið 1898 og Kólumbus var grafinn upp í þriðja sinn og sendur yfir Atlantshafið til borgarinnar Sevilla á Spáni. Þar ku hann nú hvíla, að öllum líkindum. Mönnum ber ekki alls kostar saman um það því í Dóminíska lýðveldinu er einnig trékista sem inniheldur bein sem merkt eru Kólumbusi.Virginia Poe, kona skáldsins Edgar Allan Poe, var upphaflega grafin í fjölskyldureitnum í litlum kirkjugarði. Árið 1875 eyðilagðist kirkjugarðurinn og rétt í þann mund sem kirkjuvörðurinn hugðist kasta jarðneskum leifum Virginiu bjargaði William Gill, sem skrifaði ævisögu Edgar Allan Poe, beinunum og kom þeir í grafhýsi skáldsins.Che Guevara, byltingarhetja Kúbu, var skotinn í Bólivíu árið 1967. Því var lengi haldið leyndu hvar hann var grafinn. Árið 1995 kom svo í ljós að hann lá nærri flugbraut á flugvelli í Bólivíu þar sem hann hafði verið drepinn. Tveimur árum síðar var líkinu skilað til Kúbu, þegar 30 ár voru frá dauða hans. Hann hvílir nú á safni á Kúbu, þó einhverjir efist um að um rétt lík sé að ræða. Aðrir sem nefndir eru á lista BBC eru Elizabeth Siddal, Haile Selassie, Evita, Jesse James og Oliver Cromwell. Nóbelsverðlaun Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Jarðneskar leifar Yasser Arafat voru grafnar upp á dögunum til að rannsaka hvort hann hafi verið myrtur. Af þessu tilefni tóku blaðamenn breska ríkisútvarpsins BBC saman áhugaverðan lista yfir tíu mikilmenni sem voru grafin upp af ýmsum ástæðum. Kvikmyndaleikarinn Charlie Chaplin sem var grafinn upp í mars árið 1978 af nokkurs konar grafræningjum. Þeir grófu hann aftur niður á kornakri nokkrum og kröfðust lausnargjalds af lögmanni stjörnunnar. Líkinu var skilað þremur mánuðum síðar eftir að grafræningjarnir voru handteknir. Í það skiptið grafhvelfingin gerð úr járnbentri steinsteypu svo ómögulegt yrði að hafa Chaplin á brott aftur. Þá var aska Marie Curie færð á sínum tíma úr litlum kirkjugarði til Parísar þar sem hún hvílir nú. Þetta var gert í heiðursskyni, enda vann hún nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar á geislavirkni.Kristófer Kólumbus var á sínum tíma grafinn í kirkjugarði í borginni Valladolid á Spáni. Hann hafði hins vegar farið fram á það í erfðaskrá sinni að vera grafinn í Ameríku. Þar var hins vegar engin kirkja til staðar þegar hann lést árið 1506. Árið 1542 var hann því grafinn upp og sendur til Dóminíska lýðveldisins til hinstu hvílu. En þar með er ekki öll sagan sögð, því Dóminíska lýðveldið varð nýlenda Frakklands í lok 17. aldar og þá var Kólumbus grafinn upp á ný og sendur til Kúbu. Þar fékk hann ekki að hvíla lengi, því Kúba varð sjálfstæð árið 1898 og Kólumbus var grafinn upp í þriðja sinn og sendur yfir Atlantshafið til borgarinnar Sevilla á Spáni. Þar ku hann nú hvíla, að öllum líkindum. Mönnum ber ekki alls kostar saman um það því í Dóminíska lýðveldinu er einnig trékista sem inniheldur bein sem merkt eru Kólumbusi.Virginia Poe, kona skáldsins Edgar Allan Poe, var upphaflega grafin í fjölskyldureitnum í litlum kirkjugarði. Árið 1875 eyðilagðist kirkjugarðurinn og rétt í þann mund sem kirkjuvörðurinn hugðist kasta jarðneskum leifum Virginiu bjargaði William Gill, sem skrifaði ævisögu Edgar Allan Poe, beinunum og kom þeir í grafhýsi skáldsins.Che Guevara, byltingarhetja Kúbu, var skotinn í Bólivíu árið 1967. Því var lengi haldið leyndu hvar hann var grafinn. Árið 1995 kom svo í ljós að hann lá nærri flugbraut á flugvelli í Bólivíu þar sem hann hafði verið drepinn. Tveimur árum síðar var líkinu skilað til Kúbu, þegar 30 ár voru frá dauða hans. Hann hvílir nú á safni á Kúbu, þó einhverjir efist um að um rétt lík sé að ræða. Aðrir sem nefndir eru á lista BBC eru Elizabeth Siddal, Haile Selassie, Evita, Jesse James og Oliver Cromwell.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira