Enski boltinn

Mata aftur nógu góður fyrir spænska landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Juan Mata
Juan Mata Mynd/Nordic Photos/Getty
Juan Mata hefur farið á kostum með Chelsea-liðinu á þessu tímabili en missti engu að síður sæti sitt í spænska landsliðinu í haust. Vicente del Bosque, þjálfari Spánverja, valdi hann hinsvegar aftur í landsliðshóp sinn fyrir æfingaleik á móti Panama í næstu viku.

Mata var í aukahlutverki þegar Spánverjar urðu Evrópumeistarar í sumar og hann var einnig með spænska landsliðinu á Ólympíuleikunum í London. Hann var aftur á móti ekki búinn að vera með í síðustu fimm landsleikjum Spánverja á móti Púertó Ríkó, Sádí Arabíu, Georgíu, Hvíta-Rússlandi og Frakklandi.

Juan Mata er með 6 mörk og 6 stoðsendingar í 12 leikjum Chelsea í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni á þessu tímabili en öll mörkin og stoðsendingarnar hafa komið í síðustu átta leikjum liðsins.

Vicente del Bosque valdi reyndar ekki sitt allra sterkasta lið fyrir þennan vináttulandsleik en stór nöfn eins og Gerard Pique, Xavi, Xabi Alonso og Fernando Torres voru ekki valdir að þessu sinni.

Leikmannahópur Spánverja á móti Panama:

Markmenn: Iker Casillas (Real Madrid), Victor Valdes (Barcelona).

Varnarmenn: Sergio Ramos (Real Madrid), Raul Albiol (Real Madrid), Juanfran (Atletico Madrid), Jordi Alba (Barcelona), Martin Montoya (Barcelona), Javi Martinez (Bayern Munich).

Miðjumenn: Sergio Busquets (Barcelona), Santi Cazorla (Arsenal), Cesc Fabregas (Barcelona), Andres Iniesta (Barcelona), Benat Etxebarria (Real Betis)

Sóknarmenn: Jesus Navas (Sevilla), Pedro (Barcelona), Markel Susaeta (Athletic Bilbao), Roberto Soldado (Valencia), David Villa (Barcelona), Juan Mata (Chelsea).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×