Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 70-68 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2012 21:47 mynd/vilhelm Valskonur fögnuðu sínum þriðja sigri í röð í kvöld þegar þær unnu dramatískan 70-68 sigur á Haukum í Vodafone-höllinni í kvöld í 4. umferð Dominos-deildar kvenna. Unnur Lára Ásgeirsdóttir skoraði sigurkörfuna 5,7 sekúndum fyrir leikslok og Valsliðið náði að stoppa Haukana í lokin. Þetta var sveiflukenndur leikur þar sem bæði lið náðu tíu stiga forskoti í fyrri hálfleiknum og skiptust á að taka frumkvæðið. Valsliðið tapaði sínum fyrsta leik sínum í bleiku búningnum en hefur síðan unnið þrjá í röð og fylgir efstu liðunum eftir. Haukarnar hafa aftur á móti aðeins unnið 1 af fyrstu 4 leikjum sínum en liðið er að ganga í gegnum miklar breytingar og hefur vantað herslumuninn að landa fleiri sigrum. Kristrún Sigurjónsdóttir lék vel í kvöld, skoraði 22 stig og tók af skarið í sókninni. Unnur Lára Ásgeirsdóttir var með 15 stig og 9 fráköst og Alberta Auguste bætti upp slæma hittni með 12 fráköstum og 7 stoðsendingum. Margrét Rósa Hálfdanardóttir lék vel hjá Haukum og skoraði 20 stig en Gunnhildur Gunnarsdóttir fór fyrir liðinu með 14 stigum, 7 fráköstum og 6 stoðsendingum. Dagbjört Samúelsdóttir átti einnig góða spretti. Siarre Evans var með 22 fráköst en hitti aðeins úr 3 af 16 skotum sínuim. Haukakonur með Gunnhildi Gunnarsdóttur í fararbroddi byrjuðu leikinn mjög vel, komust í 17-8 og voru 25-16 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Gunnhildur var með 8 stig og 3 stoðsendingar í leikhlutanum. Ágúst Björgvinsson notaði bæði leikhlé og hléið á milli fyrsta og annars leikhluta til að vekja sínar stelpur. Það gekk illa á móti svæðisvörninni og Haukarnir komust mest 11 stigum yfir, 27-16. Þá náði Valsliðið frábærum spretti, unnu næstu sjö mínútur 20-0 og Haukar náðu ekki að skora í sjö mínútur og fimm sekúndur. Siarre Evans náði loksins að brjóta ísinn á vítalínunni en þá var staðan orðin 38-28 fyrir Val. Haukarnir náðu að laga stöðuna fyrir hálfleik með 8-1 spretti og það munaði aðeins þremur stigum í hálfleik, 39-36. Unnur Lára Ásgeirsdóttir og Kristrún Sigurjónsdóttir voru báðar með 12 stig í fyrri hálfleik en hjá Haukum voru Gunnhildur og Margrét Rósa Hálfdanardóttir stigahæstar með 8 stig. Kanarnir létu sér nægja að skora 10 stig saman (Siarre Evans 6, Alberta Auguste 4), en Evans tók 12 fráköst og Auguste var með 6 fráköst og 6 stoðsendingar. Liðin héldu áfram að eiga góða spretti í þriðja leikhlutanum, Haukar unnu fyrstu þrjár mínúturnar 9-1 og komist í 45-40 en Valsliðið svaraði og var 56-52 yfir fyrir lokaleikhlutann. Það var síðan mikil spenna í fjórða og síðasta leikhlutanum. Valsliðið var þó með frumkvæðið og bæði Kristrún Sigurjónsdóttir og Guðbjörg Sverrisdóttir skoruðu mikilvægar körfur eftir einstaklingsframtak sem hjálaði Valsliðinu að halda forystunni. Margrét Rósa Hálfdanardóttir jafnaði síðan leikinn með laglegri þriggja stiga körfu þegar 58 sekúndur voru eftir. Unnur Lára Ásgeirsdóttir kom Val aftur yfir í 70-68 þegar 5,7 sekúndur voru eftir en hún fékk þá laglega sendingu frá Albertu Auguste. Haukaliðið tók leikhlé og fékk síðustu sókn leiksins en tókst ekki að skora og Valsliðið fagnaði naumum og dramatískum sigri.Valur-Haukar 70-68 (16-25, 23-11, 17-16, 14-16)Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 22/4 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 15/9 fráköst, Alberta Auguste 10/12 fráköst/7 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 8, Hallveig Jónsdóttir 8, Ragnheiður Benónísdóttir 3, Signý Hermannsdóttir 2, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 2/4 fráköst.Haukar: Margrét Rósa Hálfdanardóttir 20/4 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 14/7 fráköst/6 stoðsendingar, Dagbjört Samúelsdóttir 14/4 fráköst, Siarre Evans 12/22 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 6, Lovísa Björt Henningsdóttir 2/4 fráköst. Kristrún: Við vorum bara kannski heppnar að vinnaKristrún Sigurjónsdóttir skoraði 22 stig í kvöld og var mikilvæg í sóknarleik Vals enda koma það oftast í hennar hlut að taka af skarið í þessum leik. "Þetta var mjög skrítinn leikur og við vorum bara kannski heppnar að vinna. Við fengum tækifæri til að auka muninn og vorum klaufar að missa þetta niður í spennuleik," sagði Kristrún. "Það var samt virkilega sterkt hjá liðinu að halda haus í lokin og ná að klára þetta. Þær hefðu getað sett þrist á okkur í lokin og unnið þetta," sagði Kristún sem átti fínan leik. "Við skiptumst á í þessu liði og í dag var það dagurinn minn að skora og það er ekkert að því," sagði Kristún. Haukaliðið fékk tækifæri til að jafna eða vinna leikinn í lokin. "Það var planið að leyfa þeim ekki að fá þrist og frekar að brjóta og leyfa þeim að skjóta tvö vítaskot. Það var betra að þetta færi í framlengingu en að þær myndu vinna á þristi í lokin," sagði Kristrún en Valsliðið stoppaði lokasókn Hauka og fagnaði sigri. Valsliðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð eftir slæmt tap á móti Snæfelli í fyrstu umferðinni. "Við erum ánægðar með að við erum að vinna leikina og þetta er allavega betri byrjun en í fyrra. Það er plús og vonandi höldum við bara áfram á þessari braut. Við þurftum bara einn leik til þess að finna okkur í bleiku búningnum," sagði Kristrún. Gunnhildur: Það vantaði bara herslumuninnGunnhildur Gunnarsdóttir fór fyrir sínu liði í kvöld en varð á endanum að sætta sig við svekkjandi tap. Gunnhildur fékk síðasta skot leiksins en tókst ekki að tryggja sínu liði framlengingu. "Það vantaði bara herslumuninn. Við reyndum og gerðum eins og við gátum og það er ekki hægt að biðja um meira því lögðum okkur hundrað prósent í þetta," sagði Gunnhildur. "Það vantaði svolítið að halda dampi í 40 mínútur en það er alltaf erfitt. Ég get samt ekkert sett út á okkar leik því við vorum bara óheppnar að klára þetta ekki," sagði Gunnhildur sem átti mikinn þátt í góðri byrjun Haukaliðsins. "Val er spáð ofar en okkur og þær eru með rosalegan hóp. Okkur vantaði líka Jóhönnu og ég get því ekkert sett út á þetta. Við spiluðum ótrúlega vel og sýndum það að við getum gert ýmislegt," sagði Gunnhildur. Haukaliðið er mjög ungt og án tveggja lykilmanna sem meiddu sig illa í úrslitakeppninni í vor. "Við misstum tvo bestu leikmennina okkar en það er bara svona. Við getum ekkert gert í því því svona hlutir gerast bara. Það verða bara aðrar að stíga fram og við verðum að sýna að við getum þetta. Við ætlum að vera inn í þessari deild í vetur. Við ætlum ekkert að vera neitt aukalið og ætlum bara að fara alla leið eins og allir aðrir," sagði Gunnhildur. Unnur Lára: Öskrin í þjálfaranum höfðu góð áhrif á okkurUnnur Lára Ásgeirsdóttir var með 15 stig og 9 fráköst í kvöld og skoraði sigurkörfuna 5,7 sekúndum fyrir leikslok. "Þetta var alltof tæpt og við áttum klárlega að vinna þetta stærra. Við byrjuðum hrikalega illa en í öðrum leikhluta þá komum við okkur aftur inn í leikinn og þær skoruðu ekki í langan tíma," sagði Unnur Lára Ásgeirsdóttir. Valsliðið byrjaði leikinn illa en kraftmikið leikhlé hjá Ágústi Björgvinssyni virtist kveikja í þeim í öðrum leikhluta en þar komu þær sér aftur inn í leikinn með því að skora 20 stig í röð. "Við komum okkur aftur inn í leikinn og öskrin í þjálfaranum höfðu góð áhrif á okkur," sagði Unnur Lára sem var síðan hetja liðsins í lokin. "Það var mjög góð tilfinning að skora sigurkörfuna. Maður þarf að treysta á sjálfan sig í þessu, trúa á skotin en ekki að einspila. Maður þarf að reyna spila boltanum og ná opnu skotunum. Það er alltaf gott að vinna leikina og það er sérstaklega sætt þegar þetta er svona tæpt," sagði Unnur Lára. Sigurinn var þó ekki í höfn því Haukarnir fengu síðustu sóknina. "Þetta var samt ekki búið því að voru enn fimm sekúndur eftir. Þær þurftu bara þriggja stiga körfu til að vinna þetta en við náðum að stoppa þær sem betur fer," sagði Unnur Lára og hún er sátt með að spila í bleiku búningunum. "Bleiku búningarnir eru að gera góða hluti," sagði Unnur Lára að lokum.Gunnhildur Gunnarsdóttir og Kristrún Sigurjónsdóttir léku vel fyrir sín lið í kvöld.mynd/vilhelmmynd/vilhelmKristrún á ferðinni í kvöld.mynd/vilhelm Dominos-deild kvenna Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Valskonur fögnuðu sínum þriðja sigri í röð í kvöld þegar þær unnu dramatískan 70-68 sigur á Haukum í Vodafone-höllinni í kvöld í 4. umferð Dominos-deildar kvenna. Unnur Lára Ásgeirsdóttir skoraði sigurkörfuna 5,7 sekúndum fyrir leikslok og Valsliðið náði að stoppa Haukana í lokin. Þetta var sveiflukenndur leikur þar sem bæði lið náðu tíu stiga forskoti í fyrri hálfleiknum og skiptust á að taka frumkvæðið. Valsliðið tapaði sínum fyrsta leik sínum í bleiku búningnum en hefur síðan unnið þrjá í röð og fylgir efstu liðunum eftir. Haukarnar hafa aftur á móti aðeins unnið 1 af fyrstu 4 leikjum sínum en liðið er að ganga í gegnum miklar breytingar og hefur vantað herslumuninn að landa fleiri sigrum. Kristrún Sigurjónsdóttir lék vel í kvöld, skoraði 22 stig og tók af skarið í sókninni. Unnur Lára Ásgeirsdóttir var með 15 stig og 9 fráköst og Alberta Auguste bætti upp slæma hittni með 12 fráköstum og 7 stoðsendingum. Margrét Rósa Hálfdanardóttir lék vel hjá Haukum og skoraði 20 stig en Gunnhildur Gunnarsdóttir fór fyrir liðinu með 14 stigum, 7 fráköstum og 6 stoðsendingum. Dagbjört Samúelsdóttir átti einnig góða spretti. Siarre Evans var með 22 fráköst en hitti aðeins úr 3 af 16 skotum sínuim. Haukakonur með Gunnhildi Gunnarsdóttur í fararbroddi byrjuðu leikinn mjög vel, komust í 17-8 og voru 25-16 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Gunnhildur var með 8 stig og 3 stoðsendingar í leikhlutanum. Ágúst Björgvinsson notaði bæði leikhlé og hléið á milli fyrsta og annars leikhluta til að vekja sínar stelpur. Það gekk illa á móti svæðisvörninni og Haukarnir komust mest 11 stigum yfir, 27-16. Þá náði Valsliðið frábærum spretti, unnu næstu sjö mínútur 20-0 og Haukar náðu ekki að skora í sjö mínútur og fimm sekúndur. Siarre Evans náði loksins að brjóta ísinn á vítalínunni en þá var staðan orðin 38-28 fyrir Val. Haukarnir náðu að laga stöðuna fyrir hálfleik með 8-1 spretti og það munaði aðeins þremur stigum í hálfleik, 39-36. Unnur Lára Ásgeirsdóttir og Kristrún Sigurjónsdóttir voru báðar með 12 stig í fyrri hálfleik en hjá Haukum voru Gunnhildur og Margrét Rósa Hálfdanardóttir stigahæstar með 8 stig. Kanarnir létu sér nægja að skora 10 stig saman (Siarre Evans 6, Alberta Auguste 4), en Evans tók 12 fráköst og Auguste var með 6 fráköst og 6 stoðsendingar. Liðin héldu áfram að eiga góða spretti í þriðja leikhlutanum, Haukar unnu fyrstu þrjár mínúturnar 9-1 og komist í 45-40 en Valsliðið svaraði og var 56-52 yfir fyrir lokaleikhlutann. Það var síðan mikil spenna í fjórða og síðasta leikhlutanum. Valsliðið var þó með frumkvæðið og bæði Kristrún Sigurjónsdóttir og Guðbjörg Sverrisdóttir skoruðu mikilvægar körfur eftir einstaklingsframtak sem hjálaði Valsliðinu að halda forystunni. Margrét Rósa Hálfdanardóttir jafnaði síðan leikinn með laglegri þriggja stiga körfu þegar 58 sekúndur voru eftir. Unnur Lára Ásgeirsdóttir kom Val aftur yfir í 70-68 þegar 5,7 sekúndur voru eftir en hún fékk þá laglega sendingu frá Albertu Auguste. Haukaliðið tók leikhlé og fékk síðustu sókn leiksins en tókst ekki að skora og Valsliðið fagnaði naumum og dramatískum sigri.Valur-Haukar 70-68 (16-25, 23-11, 17-16, 14-16)Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 22/4 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 15/9 fráköst, Alberta Auguste 10/12 fráköst/7 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 8, Hallveig Jónsdóttir 8, Ragnheiður Benónísdóttir 3, Signý Hermannsdóttir 2, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 2/4 fráköst.Haukar: Margrét Rósa Hálfdanardóttir 20/4 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 14/7 fráköst/6 stoðsendingar, Dagbjört Samúelsdóttir 14/4 fráköst, Siarre Evans 12/22 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 6, Lovísa Björt Henningsdóttir 2/4 fráköst. Kristrún: Við vorum bara kannski heppnar að vinnaKristrún Sigurjónsdóttir skoraði 22 stig í kvöld og var mikilvæg í sóknarleik Vals enda koma það oftast í hennar hlut að taka af skarið í þessum leik. "Þetta var mjög skrítinn leikur og við vorum bara kannski heppnar að vinna. Við fengum tækifæri til að auka muninn og vorum klaufar að missa þetta niður í spennuleik," sagði Kristrún. "Það var samt virkilega sterkt hjá liðinu að halda haus í lokin og ná að klára þetta. Þær hefðu getað sett þrist á okkur í lokin og unnið þetta," sagði Kristún sem átti fínan leik. "Við skiptumst á í þessu liði og í dag var það dagurinn minn að skora og það er ekkert að því," sagði Kristún. Haukaliðið fékk tækifæri til að jafna eða vinna leikinn í lokin. "Það var planið að leyfa þeim ekki að fá þrist og frekar að brjóta og leyfa þeim að skjóta tvö vítaskot. Það var betra að þetta færi í framlengingu en að þær myndu vinna á þristi í lokin," sagði Kristrún en Valsliðið stoppaði lokasókn Hauka og fagnaði sigri. Valsliðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð eftir slæmt tap á móti Snæfelli í fyrstu umferðinni. "Við erum ánægðar með að við erum að vinna leikina og þetta er allavega betri byrjun en í fyrra. Það er plús og vonandi höldum við bara áfram á þessari braut. Við þurftum bara einn leik til þess að finna okkur í bleiku búningnum," sagði Kristrún. Gunnhildur: Það vantaði bara herslumuninnGunnhildur Gunnarsdóttir fór fyrir sínu liði í kvöld en varð á endanum að sætta sig við svekkjandi tap. Gunnhildur fékk síðasta skot leiksins en tókst ekki að tryggja sínu liði framlengingu. "Það vantaði bara herslumuninn. Við reyndum og gerðum eins og við gátum og það er ekki hægt að biðja um meira því lögðum okkur hundrað prósent í þetta," sagði Gunnhildur. "Það vantaði svolítið að halda dampi í 40 mínútur en það er alltaf erfitt. Ég get samt ekkert sett út á okkar leik því við vorum bara óheppnar að klára þetta ekki," sagði Gunnhildur sem átti mikinn þátt í góðri byrjun Haukaliðsins. "Val er spáð ofar en okkur og þær eru með rosalegan hóp. Okkur vantaði líka Jóhönnu og ég get því ekkert sett út á þetta. Við spiluðum ótrúlega vel og sýndum það að við getum gert ýmislegt," sagði Gunnhildur. Haukaliðið er mjög ungt og án tveggja lykilmanna sem meiddu sig illa í úrslitakeppninni í vor. "Við misstum tvo bestu leikmennina okkar en það er bara svona. Við getum ekkert gert í því því svona hlutir gerast bara. Það verða bara aðrar að stíga fram og við verðum að sýna að við getum þetta. Við ætlum að vera inn í þessari deild í vetur. Við ætlum ekkert að vera neitt aukalið og ætlum bara að fara alla leið eins og allir aðrir," sagði Gunnhildur. Unnur Lára: Öskrin í þjálfaranum höfðu góð áhrif á okkurUnnur Lára Ásgeirsdóttir var með 15 stig og 9 fráköst í kvöld og skoraði sigurkörfuna 5,7 sekúndum fyrir leikslok. "Þetta var alltof tæpt og við áttum klárlega að vinna þetta stærra. Við byrjuðum hrikalega illa en í öðrum leikhluta þá komum við okkur aftur inn í leikinn og þær skoruðu ekki í langan tíma," sagði Unnur Lára Ásgeirsdóttir. Valsliðið byrjaði leikinn illa en kraftmikið leikhlé hjá Ágústi Björgvinssyni virtist kveikja í þeim í öðrum leikhluta en þar komu þær sér aftur inn í leikinn með því að skora 20 stig í röð. "Við komum okkur aftur inn í leikinn og öskrin í þjálfaranum höfðu góð áhrif á okkur," sagði Unnur Lára sem var síðan hetja liðsins í lokin. "Það var mjög góð tilfinning að skora sigurkörfuna. Maður þarf að treysta á sjálfan sig í þessu, trúa á skotin en ekki að einspila. Maður þarf að reyna spila boltanum og ná opnu skotunum. Það er alltaf gott að vinna leikina og það er sérstaklega sætt þegar þetta er svona tæpt," sagði Unnur Lára. Sigurinn var þó ekki í höfn því Haukarnir fengu síðustu sóknina. "Þetta var samt ekki búið því að voru enn fimm sekúndur eftir. Þær þurftu bara þriggja stiga körfu til að vinna þetta en við náðum að stoppa þær sem betur fer," sagði Unnur Lára og hún er sátt með að spila í bleiku búningunum. "Bleiku búningarnir eru að gera góða hluti," sagði Unnur Lára að lokum.Gunnhildur Gunnarsdóttir og Kristrún Sigurjónsdóttir léku vel fyrir sín lið í kvöld.mynd/vilhelmmynd/vilhelmKristrún á ferðinni í kvöld.mynd/vilhelm
Dominos-deild kvenna Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum