Tiger "á bekknum“ í fyrsta sinn á ferlinum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. september 2012 08:52 Davis Love þriðji, fyrirliði bandaríska Ryder-liðsins í golfi, tók þá ákvörðun að hvíla Tiger Woods í fyrri keppni dagsins. Það er í fyrsta sinn á ferli Tigers að hann er settur „á bekkinn" í þessari keppni. Keppt verður í fjórmenningi á fyrri hluta dagsins og munu þeir Tiger og Steve Stricker þurfa að fylgjast með félögum sínum úr fjarska. Þeir töpuðu báðum sínum viðureignum í gær, fyrst gegn Ian Poulter og Justin Rose í fjórmenningi og svo fyrir þeim Nicolas Colsaerts og Lee Westwood í fjórleik - þrátt fyrir að Tiger hafði náð sjö fuglum á sínum bolta. „Ég held að Tiger þurfi hvíld og það sama á við um Steve," sagði Love við fjölmiðlamenn eftir að hann tilkynnti keppnisliðin. „Við þurfum á þeim að halda síðar í dag og á morgun." „Við vildum ekki að neinn kylfingur myndi þurfa að spila fimm viðureignir á þessum velli. Þetta er langur völlur og það yrði erfitt fyrir hvern sem er." Tiger er nú að keppa í sinni sjöundu Ryder-bikarkeppni en hefur þrátt fyrir sinn glæsilega feril tapað fleiri viðureignum en hann hefur unnið (þrettán sigrar, sextán töp, tvö jafntefli). Staðan eftir fyrsta keppnisdaginn er 5-3, Bandaríkjunum í vil. Hér eru viðureignir dagsins í fjórmenningi: Bubba Watson / Webb Simpson (USA) - Justin Rose / Ian Poulter (EVR) Phil Mickelson / Keegan Bradley (USA) - Lee Westwood / Luke Donald (EVR) Jason Dufner / Zach Johnson (USA) - Nicolas Colsaerts / Sergio Garcia (EVR) Jim Furyk / Brandt Snedeker (USA) - Rory McIlroy / Graeme McDowell (EVR) Golf Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Davis Love þriðji, fyrirliði bandaríska Ryder-liðsins í golfi, tók þá ákvörðun að hvíla Tiger Woods í fyrri keppni dagsins. Það er í fyrsta sinn á ferli Tigers að hann er settur „á bekkinn" í þessari keppni. Keppt verður í fjórmenningi á fyrri hluta dagsins og munu þeir Tiger og Steve Stricker þurfa að fylgjast með félögum sínum úr fjarska. Þeir töpuðu báðum sínum viðureignum í gær, fyrst gegn Ian Poulter og Justin Rose í fjórmenningi og svo fyrir þeim Nicolas Colsaerts og Lee Westwood í fjórleik - þrátt fyrir að Tiger hafði náð sjö fuglum á sínum bolta. „Ég held að Tiger þurfi hvíld og það sama á við um Steve," sagði Love við fjölmiðlamenn eftir að hann tilkynnti keppnisliðin. „Við þurfum á þeim að halda síðar í dag og á morgun." „Við vildum ekki að neinn kylfingur myndi þurfa að spila fimm viðureignir á þessum velli. Þetta er langur völlur og það yrði erfitt fyrir hvern sem er." Tiger er nú að keppa í sinni sjöundu Ryder-bikarkeppni en hefur þrátt fyrir sinn glæsilega feril tapað fleiri viðureignum en hann hefur unnið (þrettán sigrar, sextán töp, tvö jafntefli). Staðan eftir fyrsta keppnisdaginn er 5-3, Bandaríkjunum í vil. Hér eru viðureignir dagsins í fjórmenningi: Bubba Watson / Webb Simpson (USA) - Justin Rose / Ian Poulter (EVR) Phil Mickelson / Keegan Bradley (USA) - Lee Westwood / Luke Donald (EVR) Jason Dufner / Zach Johnson (USA) - Nicolas Colsaerts / Sergio Garcia (EVR) Jim Furyk / Brandt Snedeker (USA) - Rory McIlroy / Graeme McDowell (EVR)
Golf Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira