Poulter hélt vonum Evrópubúa á lífi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. september 2012 23:59 Nordic Photos / Getty Images Bandaríkin er með fjóra vinninga í forskot á það evrópska fyrir lokakeppnisdaginn í Ryder-bikarkeppninni í golfi. Hvort lið vann tvo vinninga í fjórleik í kvöld. Lengi vel leit út fyrir að bandaríska liðið væri einfaldlega að stinga af en Evrópuliðið sótti tvo vinninga í síðustu tveimur viðureigununum eftir að staðan var orðin 10-4, Bandaríkjunum í vil. Fyrr í dag var keppt í fjórmenningi þar sem Bandaríkin hafði betur í þremur viðureignum en Evrópa í einni. Ian Poulter sá til þess að Evrópuliðið ætti enn séns á lokakeppnisdeginum á morgun en hann gerði sér lítið fyrir og setti niður fimm fugla á síðustu fimm holunum í síðustu viðureigninni í fjórleiknum. Poulter var í liði með Rory McIlroy og höfðu þeir betur gegn þeim Jason Dufner og Zach Johnson á lokaholunni, rétt eins og þeir Sergio Garcia og Luke Donald gegn Tiger Woods og Steve Stricker rétt á undan. Þetta var þriðja tap Woods í jafn mörgum viðureignum í þessari Ryder-keppni en þrátt fyrir sinn glæsilega feril hefur Woods oft átt erfitt uppdráttar í Ryder-bikarnum. Hefur hann tapað fleiri viðureignum en hann hefur unnið frá upphafi. Bandaríkin stendur mun betur að vígi fyrir viðureignir morgundagsins og verða að teljast mun sigurstranglegri, enda á heimavelli. Keppt verður í tvímenningi á morgun og verða viðureignirnar alls tólf. Bandaríkin þarf 4,5 vinninga til að tryggja sér sigurinn. Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Bandaríkin er með fjóra vinninga í forskot á það evrópska fyrir lokakeppnisdaginn í Ryder-bikarkeppninni í golfi. Hvort lið vann tvo vinninga í fjórleik í kvöld. Lengi vel leit út fyrir að bandaríska liðið væri einfaldlega að stinga af en Evrópuliðið sótti tvo vinninga í síðustu tveimur viðureigununum eftir að staðan var orðin 10-4, Bandaríkjunum í vil. Fyrr í dag var keppt í fjórmenningi þar sem Bandaríkin hafði betur í þremur viðureignum en Evrópa í einni. Ian Poulter sá til þess að Evrópuliðið ætti enn séns á lokakeppnisdeginum á morgun en hann gerði sér lítið fyrir og setti niður fimm fugla á síðustu fimm holunum í síðustu viðureigninni í fjórleiknum. Poulter var í liði með Rory McIlroy og höfðu þeir betur gegn þeim Jason Dufner og Zach Johnson á lokaholunni, rétt eins og þeir Sergio Garcia og Luke Donald gegn Tiger Woods og Steve Stricker rétt á undan. Þetta var þriðja tap Woods í jafn mörgum viðureignum í þessari Ryder-keppni en þrátt fyrir sinn glæsilega feril hefur Woods oft átt erfitt uppdráttar í Ryder-bikarnum. Hefur hann tapað fleiri viðureignum en hann hefur unnið frá upphafi. Bandaríkin stendur mun betur að vígi fyrir viðureignir morgundagsins og verða að teljast mun sigurstranglegri, enda á heimavelli. Keppt verður í tvímenningi á morgun og verða viðureignirnar alls tólf. Bandaríkin þarf 4,5 vinninga til að tryggja sér sigurinn.
Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira