Fótbolti

Enn eitt tapið hjá Stabæk-liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bjarni Ólafur Eiríksson var tekinn útaf í hálfleik.
Bjarni Ólafur Eiríksson var tekinn útaf í hálfleik. Mynd/Daníel
Staða Stabæk á botni norsku úrvalsdeildinni batnaði ekki í kvöld eftir 0-2 tap á heimavelli á móti Rosenborg. Þetta var 17. tap Stabæk liðsins í 21 leik á tímabilinu og liðið situr eitt á botninum tíu stigum frá öruggu sæti.

Þrír Íslendingar voru í byrjunarliði Stabæk í kvöld, Elfar Freyr Helgason og Bjarni Ólafur Eiríksson spiluðu í vörninni og Veigar Páll Gunnarsson var í framlínunni.

Bjarni Ólafur Eiríksson fór af velli í hálfleik en staðan var þá 0-0. Steffen Iversen skoraði síðan bæði mörk Rosenborg á fyrstu níu mínútunum í seinni hálfleik.

Veigar Páll var tekinn útaf á 78. mínútu en hann var að spila sinn annan leik með liðinu eftir að hann kom frá Vålerenga.

Rosenborg er í 3. sæti norsku úrvalsdeildarinnar eftir þennan sigur aðeins einu stigi á eftir Strömsgodset og Molde sem eru með jafnmörg stig á toppnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×