Erlent

Óttast að Pussy Riot verði beittar ofbeldi

BBI skrifar
Mynd/AFP

Einn ef verjendum stúlknanna þriggja í pönkhljómsveitinni Pussy Riot sem voru dæmdar í tveggja ára fangelsi fyrir mótmælasöng í kirkju í síðustu viku varar við því að stúlkurnar muni sæta illri meðferð og ofbeldi í fangelsinu. Ein stúlknanna hefur þegar sagt frá ómannúðlegri meðferð fangelsisvarða.



„Í hálft ár hafa ríkissjónvarpsstöðvar í Rússlandi haldið uppi meiriháttar áróðri gegn þeim - að þær séu guðlastarar og trúvillingar," segir verjandi stúlknanna og telur að ríkisreknir fjölmiðlar séu eina upplýsingaveita fangavarða. „Svo að við höfum ástæðu til að ætla að þær verði beittar ofbeldi," segir verjandinn.



The Guardian segir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×