Fótbolti

Cruyff: Mourinho er bilaður

Johan Cruyff.
Johan Cruyff.
Hollenska goðsögnin Johan Cruyff er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum og einhverra hluta vegna virðist hann hafa allt á hornum sér þessa dagana.

Hann hefur nú hjólað í Jose Mourinho, Sandro Rosell og Tito Vilanova.

"Hann gat ekkert í fótbolta en nú hefur hann ýmislegt fram að færa. Hann er hinn eini sanni, svo sannarlega sá eini sem er nógu bilaður til að halda slíku fram. Hann er svo bilaður að hann er í spennitreyju," sagði Cruyff um Mourinho þjálfara Real Madrid og snéri sér svo að Barcelona.

"Besta stefnan er að búa til leikmenn, ekki kaupa þá. Ég og forseti Barcelona, Sandro Rosell, erum ekki sammála þar. Ég held að hann skilji ekki að Barca er meira en bara félag. Vilanova hefur svo mikið að sanna sem þjálfari. Það er ekki að það sama að vera þjálfari og aðstoðarmaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×