Nýjar höfuðstöðvar Facebook slá öllu við 26. ágúst 2012 00:01 Stjörnuarkitektinn Frank Gehry sýnir Mark Zuckerberg módelið af höfuðstöðvunum. Facebook heldur áfram að vaxa, en í þetta sinn eru það híbýli fyrirtækisins sem stækka. Nýverið tilkynnti fyrirtækið að stjörnu-arkitektinn Frank Gehry myndi hanna nýjar höfuðstöðvar Facebook ætlaðar fyrir 3.400 starfsmenn. Höfuðstöðvarnar verða „klæðskerasniðnar" að þörfum Facebook. Þær verða í raun ein risavaxin skrifstofa. Þar ofan á verður þakgarður og auk þess verða ýmiss konar ráðstefnusalir og lokuð rými hér og þar í byggingunni. En fyrst og fremst er um eitt risastórt rými að ræða. Arkitektinn Frank Gehry er þekktur fyrir að fara að óskum viðskiptavina sinna án þess að kostnaðurinn fari fram úr öllu valdi. „Ég er mjög spenntur fyrir því að vinna með Gehry. Hugmyndin er að skapa hið fullkomna vinnusvæði: eitt risavaxið herbergi sem rúmar þúsundir manna, þar sem nándin verður nægilega mikil til að allir geti unnið saman. Þetta verður stærsta vinnusvæðið af þessari tegund í heimi. En auk þess verða hljóðlátari herbergi. Að utan mun húsið svo líta út nokkurn veginn eins og venjulegur hóll í náttúrunni," segir Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook. Zuckerberg gerir líka ráð fyrir að samstarfið við Gehry muni spara fyrirtækinu fjármuni þar sem Gehry er þekktur fyrir gott skipulag. „Svo við búumst við að þessi bygging verði ótrúleg en samt ekki sérlega dýr," segir hann. Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Facebook heldur áfram að vaxa, en í þetta sinn eru það híbýli fyrirtækisins sem stækka. Nýverið tilkynnti fyrirtækið að stjörnu-arkitektinn Frank Gehry myndi hanna nýjar höfuðstöðvar Facebook ætlaðar fyrir 3.400 starfsmenn. Höfuðstöðvarnar verða „klæðskerasniðnar" að þörfum Facebook. Þær verða í raun ein risavaxin skrifstofa. Þar ofan á verður þakgarður og auk þess verða ýmiss konar ráðstefnusalir og lokuð rými hér og þar í byggingunni. En fyrst og fremst er um eitt risastórt rými að ræða. Arkitektinn Frank Gehry er þekktur fyrir að fara að óskum viðskiptavina sinna án þess að kostnaðurinn fari fram úr öllu valdi. „Ég er mjög spenntur fyrir því að vinna með Gehry. Hugmyndin er að skapa hið fullkomna vinnusvæði: eitt risavaxið herbergi sem rúmar þúsundir manna, þar sem nándin verður nægilega mikil til að allir geti unnið saman. Þetta verður stærsta vinnusvæðið af þessari tegund í heimi. En auk þess verða hljóðlátari herbergi. Að utan mun húsið svo líta út nokkurn veginn eins og venjulegur hóll í náttúrunni," segir Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook. Zuckerberg gerir líka ráð fyrir að samstarfið við Gehry muni spara fyrirtækinu fjármuni þar sem Gehry er þekktur fyrir gott skipulag. „Svo við búumst við að þessi bygging verði ótrúleg en samt ekki sérlega dýr," segir hann.
Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira