Enski boltinn

Barton búinn að afskrifa það að komast til Marseille

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joey Barton.
Joey Barton. Mynd/Nordic Photos/Getty
Joey Barton, miðjumaður Queens Park Rangers, er búinn að afskrifa það að komast til franska félagsins Marseille áður en félagsskiptaglugginn lokar á föstudaginn. Þetta kom fram í færslu á twittersíðu hans.

Barton byrjar tímabilið í tólf leikja banni vegna framkomu sinnar í lokaleik síðasta tímabils og það er ekkert sem bendir til þess að hann eigi sér framtíð á Loftus Road. Mark Hughes tók af honum fyrirliðabandið, Barton hefur ekki fengið úthlutað númeri og hefur verið að æfa með liði Fleetwood Town að undanförnu.

„Það lítur ekki út fyrir að það sé að ganga upp að ég fari til Marseille. Það sem drepur þig ekki gerir þig sterkari. Harmi lostinn," skrifaði Joey Barton inn á twitter-síðu sína.

Sky Sports sagði frá því í gær að Queens Park Rangers væri tilbúið að leyfa Barton að fara frítt en Barton á þrjú ár eftir af samningi sínum við QPR. Það virðist samt ekki vera nóg fyrir franska liðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×