Eyjafjallajökull? - Google skilur nú íslensku 29. ágúst 2012 13:36 Google skilur nú Íslenskuna. mynd/AFP Íslensku hefur nú verið bætt við raddleit tæknirisans Google. Háskólinn í Reykjavík og Máltæknisetur hafa unnið að verkefninu síðustu ár og það í samstarfi við Google. Notendur geta nú nýtt sér þessa þjónustu. Trausti Kristjánsson, athafnarmaður og starfsmaður Google, segir tæknina bjóða upp á margskonar möguleika. „Fólk þarf náttúrulega ekki lengur að nota lyklaborð," segir Trausti. „Þá er þetta þægilegt fyrir sjónlausa og blinda. En markmiðið er að gera tæknina þægilegri, til dæmis er hægt að nota raddgreininguna í bílnum, til að senda smáskilaboð eða stilla verkjaraklukkuna." Verkefnið er kallað Almannarómur. Þar var safnað rúmlega 123 þúsund íslenskum raddsýnum frá 563 einstaklingum. „Það er heilmikið mál að búa til ný tungumál fyrir raddleitina," segir Trausti „Það þarf ekki aðeins að taka málhljóð og breyta þeim í texta, heldur þarf einnig útbúa sérstök hljóðlíkön. Það þarf hundruð þúsunda setninga til að setja slíkt líkan saman."Trausti Kristjánssonmynd/Trausti Kristjánsson/Google+Fyrir þremur árum kynnti Google raddleit í fyrsta sinn. Upphaflega var hún aðeins í BlackBerry snjallsímunum en seinna meir gátu notendur nýtt sér þjónustuna í iPhone snjallsímum Apple og sem og Android. Stuttu eftir það var ákveðið að bæta við fleiri tungumálum - eitt af þeim var íslenskan. „Google er með lista yfir tungumál sem samsvara 98 prósent af mannkyninu," segir Trausti. „Þetta eru 24 tungumál og íslenskan er ekki nálægt því að vera á þessum lista. Ég vildi náttúrulega fá íslenskuna." Sérstakur hugbúnaður var því þróaður sem menntastofnanir víða um heim geta nú notað til að skrá tungumál. Slíkur hugbúnaður var notaður hér á landi og var það Háskólinn í Reykvík sem stýrði verkefninu.Hægt er að nota tæknina í gegnum Android snjallsíma og iPhone sem og Chrome, netvafra Google. Áhugasamir geta síðan nálgast myndband þar sem Trausti sýnir hvernig nota skuli raddleitina hér. Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Íslensku hefur nú verið bætt við raddleit tæknirisans Google. Háskólinn í Reykjavík og Máltæknisetur hafa unnið að verkefninu síðustu ár og það í samstarfi við Google. Notendur geta nú nýtt sér þessa þjónustu. Trausti Kristjánsson, athafnarmaður og starfsmaður Google, segir tæknina bjóða upp á margskonar möguleika. „Fólk þarf náttúrulega ekki lengur að nota lyklaborð," segir Trausti. „Þá er þetta þægilegt fyrir sjónlausa og blinda. En markmiðið er að gera tæknina þægilegri, til dæmis er hægt að nota raddgreininguna í bílnum, til að senda smáskilaboð eða stilla verkjaraklukkuna." Verkefnið er kallað Almannarómur. Þar var safnað rúmlega 123 þúsund íslenskum raddsýnum frá 563 einstaklingum. „Það er heilmikið mál að búa til ný tungumál fyrir raddleitina," segir Trausti „Það þarf ekki aðeins að taka málhljóð og breyta þeim í texta, heldur þarf einnig útbúa sérstök hljóðlíkön. Það þarf hundruð þúsunda setninga til að setja slíkt líkan saman."Trausti Kristjánssonmynd/Trausti Kristjánsson/Google+Fyrir þremur árum kynnti Google raddleit í fyrsta sinn. Upphaflega var hún aðeins í BlackBerry snjallsímunum en seinna meir gátu notendur nýtt sér þjónustuna í iPhone snjallsímum Apple og sem og Android. Stuttu eftir það var ákveðið að bæta við fleiri tungumálum - eitt af þeim var íslenskan. „Google er með lista yfir tungumál sem samsvara 98 prósent af mannkyninu," segir Trausti. „Þetta eru 24 tungumál og íslenskan er ekki nálægt því að vera á þessum lista. Ég vildi náttúrulega fá íslenskuna." Sérstakur hugbúnaður var því þróaður sem menntastofnanir víða um heim geta nú notað til að skrá tungumál. Slíkur hugbúnaður var notaður hér á landi og var það Háskólinn í Reykvík sem stýrði verkefninu.Hægt er að nota tæknina í gegnum Android snjallsíma og iPhone sem og Chrome, netvafra Google. Áhugasamir geta síðan nálgast myndband þar sem Trausti sýnir hvernig nota skuli raddleitina hér.
Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira