Íslenski boltinn

Kristinn dæmir hjá Marseille á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristinn Jakobsson.
Kristinn Jakobsson. Mynd/Daníel
Knattspyrnudómarinn Kristinn Jakobsson hefur fengið verkefni í Evrópudeildinni í fótbolta en hann mun dæma seinni leik Marseille og FK Sheriff frá Moldavíu í Evrópudeild UEFA sem fram í á Stade Velodrome í Marseille í Frakklandi á morgun.

Þetta er síðari leikur félaganna í umspili fyrir riðlakeppni Evrópudeildarinnar en Marseille vann fyrri leikinn í Moldavíu, 1-2, og er því í góðri stöðu að komast áfram.

Kristni til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson og fjórði dómari verður Magnús Þórisson.

Þetta er þriðji leikurinn sem Kristinn Jakobsson dæmir í Evrópukeppnunum á þessu tímabili en hann dæmdi leik RSC Anderlecht og Ekranas Panevezys í forkeppni Meistaradeildarinnar og leik NK Osijek og Kalmar FF í forkeppni Evrópudeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×