Golfsamband Íslands fagnar 70 ára afmæli í dag 14. ágúst 2012 14:30 Haraldur Franklín Magnús úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir fögnuðu Íslandsmeistaratitlunum í karla og kvennaflokki á 70. afmælisári Golfsambands Íslands á Strandarvelli á Hellu. GSÍ Í dag fagnar Golfsamband Íslands að 70 ár eru liðin frá stofnun sambandsins. Föstudaginn 14. ágúst 1942 settust tíu men við borð í golfskála Golfklúbbs Íslands. Þeir voru þangað komnir sem fulltrúar klúbbanna þriggja sem lögðu stund á golfíþróttina til að stofna Golfsamband Íslands. Þetta voru fulltrúar Golfklúbbs Reykjavíkur, Golfklúbbs Akureyrar og Golfklúbbs Vestmannaeyja. Formaður Golfklúbbs Reykjavíkur sem þá bar nafnið, Golfklúbbur Íslands, Gunnlaugur Einarsson setti þingið með eftirfarandi orðum: „Það er gleðilegt tímanna tákn, á þessum tímum allskonar ástands og margskonar mæðuveiki, að golffélag Íslands skuli hafa bjartsýni til þess, í friði og ró, að tryggja framtíð golfíþróttarinnar á Íslandi. Við skulum allir óska þess og biðja hljóðlátlega, að starf vort í dag marki tímamót í golfsögu Íslands, golfíþróttinni til hagsældar, svo að hennar megi aukast ásmegin til að rækja köllun sína landsins börnum til aukinnar heilbrigði, gleði og langlífis." Þessi hvatningarósk Gunnlaugs hefur heldur betur gengið eftir, í dag er Golfsamband Íslands næst fjölmennasta sérsamband innan Íþróttasambands Íslands með 67 golfklúbba sem eru dreifðir um allt land og um 17 þúsund iðkendur. Í tilefni af 70 ára afmæli sambandsins er Golfsamband Íslands með hóf fyrir forystumenn golfklúbbanna og íþróttahreyfingarinnar í dag kl.17:00 í Oddfellow húsinu við Vonarstræti í Reykjavík, en þar var einmitt fyrsti golfklúbburinn á Íslandi stofnaður. Golf Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Í dag fagnar Golfsamband Íslands að 70 ár eru liðin frá stofnun sambandsins. Föstudaginn 14. ágúst 1942 settust tíu men við borð í golfskála Golfklúbbs Íslands. Þeir voru þangað komnir sem fulltrúar klúbbanna þriggja sem lögðu stund á golfíþróttina til að stofna Golfsamband Íslands. Þetta voru fulltrúar Golfklúbbs Reykjavíkur, Golfklúbbs Akureyrar og Golfklúbbs Vestmannaeyja. Formaður Golfklúbbs Reykjavíkur sem þá bar nafnið, Golfklúbbur Íslands, Gunnlaugur Einarsson setti þingið með eftirfarandi orðum: „Það er gleðilegt tímanna tákn, á þessum tímum allskonar ástands og margskonar mæðuveiki, að golffélag Íslands skuli hafa bjartsýni til þess, í friði og ró, að tryggja framtíð golfíþróttarinnar á Íslandi. Við skulum allir óska þess og biðja hljóðlátlega, að starf vort í dag marki tímamót í golfsögu Íslands, golfíþróttinni til hagsældar, svo að hennar megi aukast ásmegin til að rækja köllun sína landsins börnum til aukinnar heilbrigði, gleði og langlífis." Þessi hvatningarósk Gunnlaugs hefur heldur betur gengið eftir, í dag er Golfsamband Íslands næst fjölmennasta sérsamband innan Íþróttasambands Íslands með 67 golfklúbba sem eru dreifðir um allt land og um 17 þúsund iðkendur. Í tilefni af 70 ára afmæli sambandsins er Golfsamband Íslands með hóf fyrir forystumenn golfklúbbanna og íþróttahreyfingarinnar í dag kl.17:00 í Oddfellow húsinu við Vonarstræti í Reykjavík, en þar var einmitt fyrsti golfklúbburinn á Íslandi stofnaður.
Golf Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira