Fótbolti

Hulk vill spila á Englandi eða Spáni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Brasilíski sóknarmaðurinn Hulk segist tilbúinn að yfirgefa herbúðir Porto. Hann er spenntastur fyrir því að spila á Englandi eða Spáni.

„Ég er opinn fyrir því að skipta um félag. Helst myndi ég vilja spila á Englandi eða Spáni því þær deildakeppnir fá mest sjónavarpsáhorf í heiminum," sagði Hulk í viðtali við brasilíska fjölmiðilinn Lancepress.

„Núna er góður tími fyrir mig að færa mig um set," sagði Hulk sem hefur verið orðaður við Chelsea, Paris St Germain auk rússneska félagsins Anzhi Makhachkala.

Samningur Hulk við Porto rennur út árið 2016 en í honum er skilyrði þess efnis að hann megi fara bjóði félag 100 milljónir evra í kappann.

Hulk, sem var í silfurliði Brasilíu í knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna í London, hefur verið valinn besti leikmaður Portúgals undanfarin tvö tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×