Erlent

Leiðtogi stjórnarandstöðunnar handtekinn við réttarhöldin

BBI skrifar
Sergey Udaltsov, leiðtogi stjórnarandstöðuflokks.
Sergey Udaltsov, leiðtogi stjórnarandstöðuflokks. Mynd/AFP

Lögregla í Rússlandi tók leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu höndum þegar hann mætti í réttarsal til að fylgjast með uppkvaðningu dóms yfir meðlimum stúlknapönksveitarinnar Pussy Riot.



Sergey Udaltsov mætti í dómshúsið í morgun og eftir að tala lítillega við fjölmiðla reyndi hann að fara inn í réttarsalinn. Eftir stutt samtal við lögreglumenn þar fyrir utan var hann tekinn höndum. Þetta kom fram á rússnesku fréttastofunni Interfax.



Nú er verið að lesa dómsorð og fréttir hafa borist af því að stúlkurnar hafi verið sakfelldar. Óeirðir brutust út fyrir utan dómshúsið og til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda. Mótmælendur geta átt yfir höfði sér háar sektir vegna þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×