Enski boltinn

Song til Barcelona | Enn fara leikmenn Arsenal til Barcelona

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/getty
Miðjumaðurinn Alexander Song er genginn til liðs við Barcelona frá Arsenal. Frá þessu er greint á heimasíðu spænska félagsins.

Aldrei þessu vant er kaupverðið gefið upp en það er 19 milljónir evra eða sem nemur 2,8 milljörðum íslenskra króna. Skilyrði er í samningi Song að hann megi yfirgefa spænsku bikarmeistarana fyrir 80 milljónir evra.

Song, sem skrifaði undir fimm ára samning, mun gangast undir læknisskoðun á mánudag og í kjölfarið vera kynntur til sögunnar sem leikmaður félagsins. Song, sem lagði upp ellefu mörk í deildinni á síðustu leiktíð, er enn einn leikmaðurinn sem gengur til liðs við Barcelona frá Arsenal.

Cesc Fabregas hélt á heimaslóðir í fyrra en áður höfðu leikmenn á borð við Marc Overmars, Emmanuel Petit, Giovanni van Bronckhorst, Alexander Hleb og Thierry Henry haldið á vit spænska félagsins frá Lundúnarliðinu.

Arsenal gerði markalaust jafntefli gegn Sunderland í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×