Fótbolti

Neymar og Messi saman í liði eftir ÓL?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Maria Bartomeu, varaforseti Barcelona, segir að Barcaelona ætli að reyna að sannfæra Brasilíumanninn Neymar um að ganga til liðs við félagið eftir Ólympíuleikanna í London en mikið hefur verið látið með þennan tvítuga strák.

Neymar hefur lengi talað um það að hann ætli að spila með Santos í Brasilíu fram fyrir HM í Brasilíu 2014 en nýjustu fréttirnar frá Barcelona er að leikmaður gæti gengið til liðs við Lionel Messi og félaga eftir Ólympíuleikanna.

Neymar hefur skorað í tveimur fyrstu leikjum Brasilíumanna á ÓL þar á meðal glæsilegt mark úr aukaspyrnu í sigri á Hvít-Rússum í síðasta leik. Það er hægt að sjá svipmyndir af Neymar í leiknum með því að smella hér fyrir ofan en Neymar lagði einnig upp fyrsta mark Brassana.

Það efast enginn um hæfileika Neymar þó enginn nema Brassar gangi svo langt að segja að hann sé betri en sjálfur Lionel Messi. Það væri aftur á móti magnað að sjá þá tvo hlið við hlið inn á fótboltavellinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×