Fótbolti

Arbeloa fékk nýjan samning hjá Real Madrid

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alvaro Arbeloa og liðsfélagi hans hjá Real Madrid Xabi Alonso.
Alvaro Arbeloa og liðsfélagi hans hjá Real Madrid Xabi Alonso. Mynd/Nordic Photos/Getty
Spænski landsliðsbakvörðurinn Alvaro Arbeloa verður áfram hjá Real Madrid næstu árin því hann er búinn að ganga frá nýjum samningi til ársins 2016. Arbeloa verður 33 ára gamall þegar samningurinn rennur út.

„Ég rosalega ánægður með nýja samninginn. Það mér mikill heiður að fá að spila fyrir Real Madrid," sagði Alvaro Arbeloa.

„Ég er mjög ánægður með það traust sem klúbburinn sýnir mér og hlakka mikið til að spila hér áfram. Þetta eru miklar gleðifréttir fyrir mig," sagði Arbeloa.

Arbeloa er alinn upp hjá Real Madrid en fór til Deportivo La Coruna sumarið 2006. Hann fór þaðan til Liverpool þar sem hann spilaði í tvö og hálft ár.

Það kom mörgum stuðningsmönnum Liverpool á óvart að sjá hann fara til Real Madrid og hvað þá að vinna sér fast sæti í liðinu. Arbeloa var síðan fastamaður í Evrópumeistaraliði Spánar í sumar en hann spilaði alla leikina sex í forföllum Carles Pyuol.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×