Fótbolti

Davíð Þór og félagar í Öster á góðu flugi

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Davíð Þór og félagar hans í Öster stefna hraðbyri upp í sænsku úrvalsdeildina.
Davíð Þór og félagar hans í Öster stefna hraðbyri upp í sænsku úrvalsdeildina.
Davíð Þór Viðarsson lék allan leikinn á miðjunni hjá Öster en liðið lagði Trelleborg 3-2 í sænsku fyrstu deildinni í kvöld.

Davíð og félagar hafa spilað frábærlega það sem af er tímabili og situr liðið langefst á toppi deildarinnar eftir átján umferðir.

Gunnar Heiðar Þorvaldsson spilaði allan leikinn í liði Norrköping sem gerði 0-0 jafntefli við Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Íslensku landsliðsmennirnir Hjörtur Logi Valgarðsson og Hjálmar Jónsson voru ekki í leikmannahópi Gautaborgar í dag.

Norrköpping hefur leikið vel það sem af er tímabili en liðið situr í fimmta sæti deildarinnar eftir leiki kvöldsins.

Eyjólfur Héðinsson var svo í byrjunarliði SönderjyskE en tekinn af velli þegar stutt var eftir af leiknum þegar liðið tapaði 2-0 fyrir AC Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Eyjólfur og félagar náðu ekki að fylgja eftir góðri byrjun sinni í deildinni en tapið í kvöld var það fyrsta á tímabilinu hjá liðinu. Liðið er í öðru sæti deildarinnar með sjö stig eftir fjórar umferðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×