Fótbolti

Mourinho ætlar ekki að selja Kaka á útsöluverði

Framtíð Kaka hjá Real Madrid er enn óljós.
Framtíð Kaka hjá Real Madrid er enn óljós. Nordic Photos / Getty Images.
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Real Madrid, segir að Kaka geti yfirgefið liðið ef rétt verð fæst fyrir Brasilíumanninn. Kaka fór á kostum með Spánarmeistaraliðinu í vináttuleik gegn AC Milan þar sem að Real Madrid hafði betur 5-1 en Kaka hefur verið orðaður við sitt gamla lið, AC Milan.

Real Madrid hefur lagt gríðarlega áherslu á að fá Luka Modric til sín frá Tottenham en félögin hafa enn ekki náð samkomulagi um kaupverð á króatíska landsliðsmanninum.

„Ef Kaka verður áfram hjá okkur þá verð ég ánægður, ef hann fer þá verð ég einnig ánægður. Í fótboltanum er það þannig að fótboltamenn vilja ákveða það sjálfir hvar þeir spila. Kaka er frábær leikmaður og leggur sig alltaf fram, við munum ekki láta hann fara frá okkur fyrir ekki neitt," sagði Mourinho í viðtal við spænska íþróttadagblaðið AS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×