"Hlægilegt hjá greyið manninum" 31. júlí 2012 13:51 Mynd: Guðmudur Bjarki Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR, gefur ekki mikið fyrir þau orð sem Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, lét falla eftir leik liðanna í Pepsideildinni í gærkvöld. Þar sakaði Þórður, Kjartan um "óþverraskap" þegar sá síðarnefndi steig ofan á hönd Guðjóns Sveinssonar með þeim afleiðingum að 18 spor þurfti til að sauma saman sárið. Kjartan segir hinsvegar að um óviljaverk hafi verið að ræða og vísar orðum Þórðar til föðurhúsanna. "Mér finnst þetta bara vera hlægilegt hjá greyið manninum. Ég get alveg sagt það að ég var ekki að reyna að traðka ofan á neinum. Ég veit eiginlega ekki hvernig ég hefði átt að bregðast við í rauninnni. Ég heyrði bara í ákveðnum leikmanni kalla, ´straujaðu hann, straujaðu hann!´og boltinn var eiginlega kominn útaf þegar hann [Guðjón Sveinsson]lét sig vaða í tæklingu í mig. Ég sá hann koma og hoppaði upp úr henni, sem betur fer segi ég bara. En því miður lenti ég ofan á höndinni á honum sem var aldrei ætlun mín", sagði Kjartan. Kjartan ráðlagði um leið Þórði að líta aðeins inn á við og ekki vera alltaf að kenna öllum öðrum um þegar illa gangi. "Mér finnst að KSÍ verði að fara að skoða það að þeir séu með þjálfara í efstu deild sem biðlar til leikmanna sinna að meiða mig og strauja mig. Ég veit ekki hvar óþverraskapurinn liggur, satt best að segja", sagði Kjartan Henry. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR, gefur ekki mikið fyrir þau orð sem Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, lét falla eftir leik liðanna í Pepsideildinni í gærkvöld. Þar sakaði Þórður, Kjartan um "óþverraskap" þegar sá síðarnefndi steig ofan á hönd Guðjóns Sveinssonar með þeim afleiðingum að 18 spor þurfti til að sauma saman sárið. Kjartan segir hinsvegar að um óviljaverk hafi verið að ræða og vísar orðum Þórðar til föðurhúsanna. "Mér finnst þetta bara vera hlægilegt hjá greyið manninum. Ég get alveg sagt það að ég var ekki að reyna að traðka ofan á neinum. Ég veit eiginlega ekki hvernig ég hefði átt að bregðast við í rauninnni. Ég heyrði bara í ákveðnum leikmanni kalla, ´straujaðu hann, straujaðu hann!´og boltinn var eiginlega kominn útaf þegar hann [Guðjón Sveinsson]lét sig vaða í tæklingu í mig. Ég sá hann koma og hoppaði upp úr henni, sem betur fer segi ég bara. En því miður lenti ég ofan á höndinni á honum sem var aldrei ætlun mín", sagði Kjartan. Kjartan ráðlagði um leið Þórði að líta aðeins inn á við og ekki vera alltaf að kenna öllum öðrum um þegar illa gangi. "Mér finnst að KSÍ verði að fara að skoða það að þeir séu með þjálfara í efstu deild sem biðlar til leikmanna sinna að meiða mig og strauja mig. Ég veit ekki hvar óþverraskapurinn liggur, satt best að segja", sagði Kjartan Henry.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira