Fótbolti

Methagnaður Barcelona | Sigur Real Madrid hjálpaði til

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jordi Alba er nýjasti liðsmaður Barcelona.
Jordi Alba er nýjasti liðsmaður Barcelona. Nordicphotos/Getty
Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hagnaðist um 48,8 milljónir evra keppnistímabilið 2011-2012 eða sem nemur um 7,5 milljörðum íslenskra króna. Um er að ræða methagnað hjá félaginu.

Reuters greinir frá því að félagið hafi sloppið við að greiða 12 milljónir evra í kaupauka til leikmanna sinna hefði liðinu tekist að landa fjórða Spánarmeistaratitli sínum í röð.

„Hefðum við unnið La Liga hefði hagnaðurinn verið 36 milljónir evra sem hefði samt verið methagnaður," er haft eftir Javier Faus hjá spænska félaginu.

Innkoma félagsins jókst um 21,5 milljónir evra milli keppnistímabila og skar niður um 31,5 milljónir evra.

Faus segir að hagnaðurinn verði notaður til þess að greiða niður skuldir félagsins sem nú nema 335 milljónum evra.

Að því er sjónvarpsstöð Barcelona greinir frá komu lánssamningar leikmanna Börsunga sér vel. Félagið tapaði þó á því að segja upp samningum leikmanna á borð við Keirrison, Alexandr Hleb og Henrique.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×