Erlent

Pussy Riot í sex mánaða varðhald

Nadezhda Tolokonnikova, Mariya Alekhina og Yekaterina Samutsevich.
Nadezhda Tolokonnikova, Mariya Alekhina og Yekaterina Samutsevich. mynd/AP

Dómstóll í Moskvu hefur ákveðið að þrjár konur úr rússnesku pönkhljómsveitinni Pussy Riot skuli sæta gæsluvarðhaldi í sex mánuði. Konurnar eiga yfir höfði sér sjö ára fangelsisdóm verði þær fundnar sekar óspektir.

Þær Nadezhda Tolokonnikova, Mariya Alekhina og Yekaterina Samutsevich fluttu pönkbæn í kirkju rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í mars. Með bæninni vildu þær mótmæla Vladimír Pútín, forseta Rússlands.

Þekktir rússneskir listamenn hafa skorað á yfirvöld að láta konurnar lausar.

Rússneska rétttrúnaðarkirkjan hefur aftur á móti farið fram á að stjórnvöld taki hart á málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×