"Þetta var erfitt en líka ofboðslega gott" Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 22. júlí 2012 18:30 Guðrún Jóna Jónsdóttir, formaður ungra jafnaðarmanna. mynd/AFP Norðmenn minntust þess í dag að eitt ár er liðið frá voðaverkunum í Útey og Osló þar sem fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik drap 77 manns og særði 242. Formaður ungra jafnaðarmanna sem viðstödd var minningarathöfn í Útey í dag segir daginn hafa verið óraunverulegan. Snemma í morgun var minningarathöfn á reitnum í miðborg Osló þar sem bílasprengja sprakk fyrir ári síðan og 8 manns létu lífið. Jens Stoltenberg sagði við það tilefni að Breivik hafi mistekist ætlunarverk sitt að breyta samfélaginu í Noregi heldur þess í stað hafi árásin styrkt þjóðina og hún hafi borið sigur úr bítum gegn árásarmanninum. Stoltenberg hélt síðan til eyjunnar Útey ásamt Helle Thorning Schmidt forsætisráðherra Danmerkur. Þar fór fram minningarathöfn og einnar mínútu þögn til minningar um fórnarlömbin. Guðrún Jóna Jónsdóttir formaður ungra jafnaðarmanna var viðstödd athöfnina í Útey. „Þetta var erfitt en líka ofboðslega gott, ofboðslega innilegt. Það sögðu allir hvernig þeim leið, ef það vildi gráta þá grét það og ef það vildi hlægja þá hló það." Hún segir það hafa verið óraunverulegt að hlusta á lýsingar þeirra sem voru úti í eynni af atburðum þessa örlagaríka dags. „Hjartað á manni var bara kramið þegar maður hugsaði til þess hvað hefði átt sér þarna stað. Samt var þetta ótrúlega langt frá því að þetta hefði getað átt sér stað á þessum stað, þetta er svo langt frá öllu sem að manni finnst raunverulegt." Í kvöld mun Guðrún ásamt öðrum ungum jafnaðarmönnum á Norðurlöndunum vera viðstödd minningartónleika í miðborg Osló. Hér í Reykjavík verða ungir jafnaðarmenn með minningarathöfn í minningarlundinum í Vatnsmýri og hefst hún klukkan hálf níu. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Norðmenn minntust þess í dag að eitt ár er liðið frá voðaverkunum í Útey og Osló þar sem fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik drap 77 manns og særði 242. Formaður ungra jafnaðarmanna sem viðstödd var minningarathöfn í Útey í dag segir daginn hafa verið óraunverulegan. Snemma í morgun var minningarathöfn á reitnum í miðborg Osló þar sem bílasprengja sprakk fyrir ári síðan og 8 manns létu lífið. Jens Stoltenberg sagði við það tilefni að Breivik hafi mistekist ætlunarverk sitt að breyta samfélaginu í Noregi heldur þess í stað hafi árásin styrkt þjóðina og hún hafi borið sigur úr bítum gegn árásarmanninum. Stoltenberg hélt síðan til eyjunnar Útey ásamt Helle Thorning Schmidt forsætisráðherra Danmerkur. Þar fór fram minningarathöfn og einnar mínútu þögn til minningar um fórnarlömbin. Guðrún Jóna Jónsdóttir formaður ungra jafnaðarmanna var viðstödd athöfnina í Útey. „Þetta var erfitt en líka ofboðslega gott, ofboðslega innilegt. Það sögðu allir hvernig þeim leið, ef það vildi gráta þá grét það og ef það vildi hlægja þá hló það." Hún segir það hafa verið óraunverulegt að hlusta á lýsingar þeirra sem voru úti í eynni af atburðum þessa örlagaríka dags. „Hjartað á manni var bara kramið þegar maður hugsaði til þess hvað hefði átt sér þarna stað. Samt var þetta ótrúlega langt frá því að þetta hefði getað átt sér stað á þessum stað, þetta er svo langt frá öllu sem að manni finnst raunverulegt." Í kvöld mun Guðrún ásamt öðrum ungum jafnaðarmönnum á Norðurlöndunum vera viðstödd minningartónleika í miðborg Osló. Hér í Reykjavík verða ungir jafnaðarmenn með minningarathöfn í minningarlundinum í Vatnsmýri og hefst hún klukkan hálf níu.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira