Askar fyrir alla 24. júlí 2012 13:35 Borghildur Sverrisdóttir, fyrrum einkaþjálfari og B.A. í sálfræði, er framkvæmdastjóri MatAsks ehf., íslensks sprotafyrirtækis sem hóf göngu sína síðastliðið haust. HeilsuAskur ruddi brautina með persónusniðnum matarpökkum sem byggja á orkuþörf fólks. Hann er í fríi í sumar en er væntanlegur aftur í haust. "Viðskiptavinir okkar hafa verið afskaplega ánægðir," segir Borghildur. Í vor bættist við nýr askur en það er FerðaAskur. Hann inniheldur nesti fyrir útivistarfólk. "Hægt er að velja um þrjár mismunandi stærðir, fyrir lengri og styttri ferðir," útskýrir Borghildur. Hún segir ýmiss konar hópa nýta sér þjónustu þeirra: "Það er útivistarfólk af öllu tagi; fólk á leið í veiðiferðir, ævintýraferðir og svo gönguhópar og ferðaskipuleggjendur." Pantanir og nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.mataskur.is eða í síma 555 0909. Askarnir eru svo sóttir á leiðinni út úr bænum, annað hvort á Stöðinni í Suðurfelli eða á Vesturlandsvegi. "Við viljum efla íslenskan landbúnað og hvetja fólk til að kaupa íslenskt. SveitaAskurinn, sem er nýjasta vörulínan okkar, byggir sérstaklega á því og þá förum við í grasrótina - til bændanna," segir Borghildur. SveitaAskurinn kom á markað í lok júní og er fylltur alls konar sælkeramat, frá íslenskum bændum. "Þeir eru að framleiða svo spennandi og skemmtilegar vörur sem margar eru ófáanlegar á höfuðborgarsvæðinu," segir Borghildur. "Þetta er tilvalin gjöf fyrir útlendinga, nú eða til þess að taka með sem nasl í bústaðinn eða lautarferðina." SveitaAskur er seldur á sjö stöðum, meðal annars í Leifsstöð. "Á sölustöðunum eru fyrirfram tilbúnir Askar, en á netinu er hægt að velja innihaldið sjálfur," útskýrir Borghildur. Tvö prósent af allri sölu MatAsks renna til góðgerðarfélags sem viðskiptavinirnir velja. Í dag styrkja viðskiptavinir Líf, styrktarfélag kvennadeildarinnar. Heilsa Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Sjá meira
Borghildur Sverrisdóttir, fyrrum einkaþjálfari og B.A. í sálfræði, er framkvæmdastjóri MatAsks ehf., íslensks sprotafyrirtækis sem hóf göngu sína síðastliðið haust. HeilsuAskur ruddi brautina með persónusniðnum matarpökkum sem byggja á orkuþörf fólks. Hann er í fríi í sumar en er væntanlegur aftur í haust. "Viðskiptavinir okkar hafa verið afskaplega ánægðir," segir Borghildur. Í vor bættist við nýr askur en það er FerðaAskur. Hann inniheldur nesti fyrir útivistarfólk. "Hægt er að velja um þrjár mismunandi stærðir, fyrir lengri og styttri ferðir," útskýrir Borghildur. Hún segir ýmiss konar hópa nýta sér þjónustu þeirra: "Það er útivistarfólk af öllu tagi; fólk á leið í veiðiferðir, ævintýraferðir og svo gönguhópar og ferðaskipuleggjendur." Pantanir og nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.mataskur.is eða í síma 555 0909. Askarnir eru svo sóttir á leiðinni út úr bænum, annað hvort á Stöðinni í Suðurfelli eða á Vesturlandsvegi. "Við viljum efla íslenskan landbúnað og hvetja fólk til að kaupa íslenskt. SveitaAskurinn, sem er nýjasta vörulínan okkar, byggir sérstaklega á því og þá förum við í grasrótina - til bændanna," segir Borghildur. SveitaAskurinn kom á markað í lok júní og er fylltur alls konar sælkeramat, frá íslenskum bændum. "Þeir eru að framleiða svo spennandi og skemmtilegar vörur sem margar eru ófáanlegar á höfuðborgarsvæðinu," segir Borghildur. "Þetta er tilvalin gjöf fyrir útlendinga, nú eða til þess að taka með sem nasl í bústaðinn eða lautarferðina." SveitaAskur er seldur á sjö stöðum, meðal annars í Leifsstöð. "Á sölustöðunum eru fyrirfram tilbúnir Askar, en á netinu er hægt að velja innihaldið sjálfur," útskýrir Borghildur. Tvö prósent af allri sölu MatAsks renna til góðgerðarfélags sem viðskiptavinirnir velja. Í dag styrkja viðskiptavinir Líf, styrktarfélag kvennadeildarinnar.
Heilsa Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Sjá meira