Mikil spenna í kvennaflokknum á Hellu | Valdís í efsta sæti Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 26. júlí 2012 21:40 Valdís Þóra Jónsdóttir. Mynd/Seth Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni er í efsta sæti í kvennaflokki að loknum fyrsta keppnisdegi á Íslandsmótinu í höggleik á Eimskipsmótaröðinni. Valdís Þóra lék Strandarvöll á Hellu á einu höggi yfir pari eða 71 höggi. Guðrún Pétursdóttir úr GR og Tinna Jóhnnsdóttir úr Keili eru báðar á 73 höggum eða 3 höggum yfir pari vallar. Eygló Myrra Óskarsdóttir úr GO er á 74 höggum eða 4 höggum yfir pari og sömu sögu er að segja af Signý Arnórsdóttir úr Keili. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili var langt frá sínu besta í dag en hún lék á 76 höggum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, lék ekki vel og er hún á 77 höggum. Aðstæður voru erfiðari síðdegis á Strandarvelli þegar konurnar hófu leik. Vindurinn blés af mun meiri krafti en fyrr um daginn. Og miklar tafir voru á hringnum sem gerðu það að verkum að keppendur voru flestir að nota 5 ½ tíma að ljúka við 18 holur. „Ég fékk fjóra fugla og fimm skolla, ég var ánægð með fuglana en ekki hitt," sagði Valdís eftir hringinn í dag en hún hefur ekki keppt á Eimskipsmótaröðinni á þessu tímabii og er Íslandsmótið fyrsta mót hennar á þessu sumri. „Ég var í Bandaríkjunum í námi fram á mitt sumar og en ég hef æft vel og það var mikil tilhlökkun hjá mér fyrir þetta mót," sagði Valdís en hún varð Íslandsmeistari í Grafarholtinu árið 2009. Ólafía Þórunn var ekki sátt við útkomuna eftir að hafa leikið á 77 höggum. „Það var bara ekkert að ganga upp. Það var ýmislegt sem kom uppá, tvöfaldur skolli á 17., og ég fékk aðra „sprengju" á hringnum og ég er búinn að gleyma því hvar ég fékk hana," sagði Ólafía en hún hefur ekki gefið upp vonina um að verja titilinn. „Ég var í 4. eða 5. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn í fyrra í Leirunni, kannski finnt mér bara best að hafa þetta svona," sagði Ólafía Þórunn. Golf Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni er í efsta sæti í kvennaflokki að loknum fyrsta keppnisdegi á Íslandsmótinu í höggleik á Eimskipsmótaröðinni. Valdís Þóra lék Strandarvöll á Hellu á einu höggi yfir pari eða 71 höggi. Guðrún Pétursdóttir úr GR og Tinna Jóhnnsdóttir úr Keili eru báðar á 73 höggum eða 3 höggum yfir pari vallar. Eygló Myrra Óskarsdóttir úr GO er á 74 höggum eða 4 höggum yfir pari og sömu sögu er að segja af Signý Arnórsdóttir úr Keili. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili var langt frá sínu besta í dag en hún lék á 76 höggum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, lék ekki vel og er hún á 77 höggum. Aðstæður voru erfiðari síðdegis á Strandarvelli þegar konurnar hófu leik. Vindurinn blés af mun meiri krafti en fyrr um daginn. Og miklar tafir voru á hringnum sem gerðu það að verkum að keppendur voru flestir að nota 5 ½ tíma að ljúka við 18 holur. „Ég fékk fjóra fugla og fimm skolla, ég var ánægð með fuglana en ekki hitt," sagði Valdís eftir hringinn í dag en hún hefur ekki keppt á Eimskipsmótaröðinni á þessu tímabii og er Íslandsmótið fyrsta mót hennar á þessu sumri. „Ég var í Bandaríkjunum í námi fram á mitt sumar og en ég hef æft vel og það var mikil tilhlökkun hjá mér fyrir þetta mót," sagði Valdís en hún varð Íslandsmeistari í Grafarholtinu árið 2009. Ólafía Þórunn var ekki sátt við útkomuna eftir að hafa leikið á 77 höggum. „Það var bara ekkert að ganga upp. Það var ýmislegt sem kom uppá, tvöfaldur skolli á 17., og ég fékk aðra „sprengju" á hringnum og ég er búinn að gleyma því hvar ég fékk hana," sagði Ólafía en hún hefur ekki gefið upp vonina um að verja titilinn. „Ég var í 4. eða 5. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn í fyrra í Leirunni, kannski finnt mér bara best að hafa þetta svona," sagði Ólafía Þórunn.
Golf Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira