Fótbolti

Mark Arnórs ekki nóg fyrir Esbjerg - Íslendingalið í efstu sætunum í Danmörku

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnór Smárason.
Arnór Smárason.
Eyjólfur Héðinsson lagði upp annað mark SönderjyskE í 2-1 útisigri á Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Arnór Smárason skoraði mark Esbjerg í leiknum en það dugði ekki til.

Eyjólfur lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Lasse Vibe á 9. mínútu leiksins en Arnór jafnaði metin á 31. mínútu. Þannig var staðan þar til Björn Paulsen skoraði sigurmark SönderjyskE á lokamínútu leiksins. Paulsen kom einmitt inn á sem varamaður fyrir Eyólf þegar aðeins þrettán mínútur voru eftir.

SönderjyskE er í efsta sæti ásatm FCK Kaupmannahöfn en bæði lið hafa náð í 7 stig út úr fyrstu þremur leikjunum. Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn þegar FCIK vann 3-0 sigur á Aalborg BK en Sölvi Geir Ottesen sat allan tímann á bekknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×