Íslenska golflandsliðið fer ekki á EM 14. júlí 2012 16:09 Guðmundur Ágúst komst vel frá sínu í forkeppni EM. mynd/stefán Íslenska landsliðið í golfi náði ekki að tryggja sér þátttökurétt á EM í golfi en forkeppni mótsins lauk á Hvaleyrarvelli í dag. Ísland þurfti að vinna upp tólf högga forskot Portúgals til þess að ná þriðja sætinu sem gefur þáttökurétt á EM. Það varð ansi stórt bil að brúa og íslenska liðinu gekk ekkert að saxa á forskot Portúgalana. Ísland náði aðeins að vinna eitt högg á Portúgal og varð því ellefu höggum frá sæti á EM. England varð í efsti sæti á 11 höggum undir pari. Holland kom næst á einu höggi undir pari, Portúgal endaði á 11 yfir pari og Ísland á 22 höggum yfir pari. Ólafur Björn Loftsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson léku best í íslenska liðinu á mótinu eða á 3 höggum yfir pari. Ólafur lék á 70 höggum í dag en Guðmundur á 72. Kristján Þór Einarsson kláraði mótið á 5 höggum yfir pari og bauð upp á 73 högg í dag. Haraldur Franklín Magnús lék mótið á 9 höggum yfir pari og kláraði á 72 höggum í dag. Guðjón Henning Hilmarsson lék á 78 höggum í dag og samtals á 11 yfir pari. Andri Þór Björnsson endaði á 12 höggum yfir pari og spilaði á 74 höggum í dag. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Íslenska landsliðið í golfi náði ekki að tryggja sér þátttökurétt á EM í golfi en forkeppni mótsins lauk á Hvaleyrarvelli í dag. Ísland þurfti að vinna upp tólf högga forskot Portúgals til þess að ná þriðja sætinu sem gefur þáttökurétt á EM. Það varð ansi stórt bil að brúa og íslenska liðinu gekk ekkert að saxa á forskot Portúgalana. Ísland náði aðeins að vinna eitt högg á Portúgal og varð því ellefu höggum frá sæti á EM. England varð í efsti sæti á 11 höggum undir pari. Holland kom næst á einu höggi undir pari, Portúgal endaði á 11 yfir pari og Ísland á 22 höggum yfir pari. Ólafur Björn Loftsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson léku best í íslenska liðinu á mótinu eða á 3 höggum yfir pari. Ólafur lék á 70 höggum í dag en Guðmundur á 72. Kristján Þór Einarsson kláraði mótið á 5 höggum yfir pari og bauð upp á 73 högg í dag. Haraldur Franklín Magnús lék mótið á 9 höggum yfir pari og kláraði á 72 höggum í dag. Guðjón Henning Hilmarsson lék á 78 höggum í dag og samtals á 11 yfir pari. Andri Þór Björnsson endaði á 12 höggum yfir pari og spilaði á 74 höggum í dag.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira