Fótbolti

Keita hættur hjá Barcelona | Á leið til Kína

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Seydou Keita tilkynnti í kvöld að hann ætlaði að rifta samningi sínum við Barcelona og hefur nú félagið staðfest að hann muni ekki spila með liðinu á næstu leiktíð.

Keita átti enn tvö ár eftir af núverandi samningi sínum. Honum var hins vegar heimilt að nýta sér uppsagnarákvæði í samningnum þar sem hann spilaði minna en helming allra leikja liðsins á síðustu leiktíð.

Hann hefur nú verið orðaður við kínverska félagið Dalian Aerbin og er sagt líklegt að hann muni gera tveggja og hálfs árs samning við félagið strax um helgina.

Honum voru þökkuð góð störf hjá Barcelona en han kom til félagsins fyrir fjórtán milljónir punda frá Sevilla árið 2008. Síðan þá hefur hann unnið fjórtán titla með liðinu og skorað 22 mörk í 168 leikjum með Börsungum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×