Handbolti

Landsliðshópur Íslands ekki tilkynntur fyrr en í fyrramálið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson glímir við meiðsli. Óvíst er hvort hann sé klár í slaginn fyrir Ólympíuleikana.
Guðjón Valur Sigurðsson glímir við meiðsli. Óvíst er hvort hann sé klár í slaginn fyrir Ólympíuleikana. Mynd / Valli
Ekkert verður af því að 14 manna landsliðshópur Íslands fyrir Ólympíuleikana í London verði tilkynntur í kvöld. Þetta staðfesti Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, fyrir stundu.

Að sögn Einars verður hópurinn tilkynntur á morgunæfingu hjá landsliðinu í fyrramálið.

19 leikmenn voru í æfingahópi Íslands sem æfði alla síðustu viku og í dag. Aðeins fjórtán leikmenn verða í hópnum sem fer á Ólympíuleikana auk eins leikmanns sem verður valinn sem varamaður.

Guðjón Valur Sigurðsson og Ingimundur Ingimundarson hafa glímt við meiðsli og enn ríkir óvissa með þátttöku þeirra.

Hér að neðan má sjá 19 manna hóp Íslands sem æft hefur í júlí.

Markmenn:

Aron Rafn Eðvarðsson, Haukar

Björgvin Páll Gústavsson, Magdeburg

Hreiðar Leví Guðmundsson, Nötteröy

Aðrir leikmenn:

Alexander Petersson, Füchse Berlin

Arnór Atlason, AG Kaupmannahöfn

Aron Pálmarsson, Kiel

Ásgeir Örn Hallgrímsson, Paris Handball

Bjarki Már Elísson, HK

Guðjón Valur Sigurðsson, AG Kaupmannahöfn

Ingimundur Ingimundarson, Fram

Kári Kristján Kristjánsson, HSG Wetzlar

Ólafur Gústafsson, FH

Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK

Ólafur Stefánsson, AG Köbenhavn

Róbert Gunnarsson, Paris Handball

Snorri Steinn Guðjónsson, AG Kaupmannahöfn

Sverre Andreas Jakobsson, Grosswallstadt

Vignir Svavarsson, Hannover-Burgdorf

Þórir Ólafsson, KS Vive Targi Kielce




Fleiri fréttir

Sjá meira


×