Innlent

Vill beita hrossum gegn sinu

Kristján Már Unnarsson skrifar
Slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar segir hrossabeit eitt besta ráðið til að sporna gegn hættu á gróðureldum. Þá hvetur hann til þess að skógræktarsvæði verði skipulögð með brunahólfum.

Vegna langvarandi þurrka í sumar hafa menn víða um land verið á varðbergi vegna hættu á gróðureldum og þess er skemmst að minnast að almannavarnir héldu nýlega fund með sumarhúsaeigendum í Skorradal þar sem viðbragðsáætlun var kynnt.

Bjarni Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir að menn hefðu þurft að gæta að því betur, við skipulagningu jarða í skógrækt, að gert væri ráð fyrir brunahólfum, - að skógarsvæðin væru aðskilin, - að þetta væri ekki allt í bendu þannig að það færi ekki allur skógurinn ef eldur kæmi upp.

Sinan er einna hættulegust og Bjarni minnist Mýraeldanna fyrir sex árum. Hann segir að þá hafi menn tekið eftir því að eldurinn stöðvaðist og fór ekki yfir svæði þar sem hross höfðu verið að beit.

Slökkviliðsstjórinn segir að því miður verði margir tortryggnir ef minnst er á það að fá hross inn í þessi svæði til að hreinsa svolítið til.

„Þau gera ekkert nema bara gott."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×