Keiliskonurnar Anna og Signý mætast í úrslitum Sigurður Elvar Þórólfsson á Leirdalsvelli skrifar 24. júní 2012 12:31 Anna Sólveig Snorradóttir og Signý Arnórsdóttir. seth Anna Sólveig Snorradóttir úr Keili og Signý Arnórsdóttir úr Keili mætast í úrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni sem fram fer á Leirdalsvelli, heimavelli GKG. Anna hefur komið gríðarlega á óvart á þessu móti en þetta er í fyrsta sinn sem hún tekur þátt, Signý sigraði á þessu móti árið 2009 og hún lék til úrslita í fyrra en tapaði þeim leik gegn Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur úr GR. „Ég átti ekki von á þessu, það gat allt gerst, og ég er bara ánægð með þetta," sagði hin 17 ára gamla Anna Sólveg í morgun eftir að hún hafði lagt Ingunni Gunnarsdóttur úr GKG 5/4 í undanúrslitum. „Ég og Signý höfum ekki mæst áður að mig minnir en þetta verður bara skemmtilegt," sagði Anna Sólveig. „Þetta er í þriðja sinn sem ég fer í úrslit. Ég hef ekki leikið mikið gegn Önnu Sólveigu, enda er fimm ára aldursmunur á okkur, hún hefur leikið gríðarlega vel á þessu móti," sagði Signý Arnórsdóttir úr Keili eftir að hún hafði lagt Tinnu Jóhannsdóttur úr Keili að velli í undanúrslitum 3/2. „Ég er að pútta mun betur á þessu móti en ég hef gert fram til þessa í sumar. Og heilt yfir er ég sátt við spilamennskuna hjá mér. Vonandi náum við Keilisþrennu á þessu móti," sagði Signý. Bróðir hennar. Rúnar Arnórsson, er í keppni um þriðja sætið á þessu móti í karlaflokki en Birgir Leifur Hafþórsson verður mótherji hans í dag. Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Anna Sólveig Snorradóttir úr Keili og Signý Arnórsdóttir úr Keili mætast í úrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni sem fram fer á Leirdalsvelli, heimavelli GKG. Anna hefur komið gríðarlega á óvart á þessu móti en þetta er í fyrsta sinn sem hún tekur þátt, Signý sigraði á þessu móti árið 2009 og hún lék til úrslita í fyrra en tapaði þeim leik gegn Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur úr GR. „Ég átti ekki von á þessu, það gat allt gerst, og ég er bara ánægð með þetta," sagði hin 17 ára gamla Anna Sólveg í morgun eftir að hún hafði lagt Ingunni Gunnarsdóttur úr GKG 5/4 í undanúrslitum. „Ég og Signý höfum ekki mæst áður að mig minnir en þetta verður bara skemmtilegt," sagði Anna Sólveig. „Þetta er í þriðja sinn sem ég fer í úrslit. Ég hef ekki leikið mikið gegn Önnu Sólveigu, enda er fimm ára aldursmunur á okkur, hún hefur leikið gríðarlega vel á þessu móti," sagði Signý Arnórsdóttir úr Keili eftir að hún hafði lagt Tinnu Jóhannsdóttur úr Keili að velli í undanúrslitum 3/2. „Ég er að pútta mun betur á þessu móti en ég hef gert fram til þessa í sumar. Og heilt yfir er ég sátt við spilamennskuna hjá mér. Vonandi náum við Keilisþrennu á þessu móti," sagði Signý. Bróðir hennar. Rúnar Arnórsson, er í keppni um þriðja sætið á þessu móti í karlaflokki en Birgir Leifur Hafþórsson verður mótherji hans í dag.
Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira