Erlent

Dýrategundum heimsins fækkar um eina

Dýrategundum í heiminum fækkaði um eina í gærdag en þá dó risaskjaldbakan Einmanna George á Galapagoseyjum.



Skjaldbakan var sú eina sinnar undirtegundar sem til var á lífi í heiminum en tilraunir til að fá hana til að fjölga sér með öðrum skyldum skjaldbökum báru aldrei árangur.



Talið er að skjaldbakan hafi verið yfir 100 ára gömul þegar hún dó en þegar hún fannst á Galapagos árið 1972 var tegundin þegar talin útdauð. Meðan skjaldbakan var á lífi var hún tákn um náttúruvernd á Galapagos eyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×