Íslenski boltinn

Blikakonur án bikarsigurs í þrjú ár - mæta ÍBV í Eyjum í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Anton
Stórleikur sextán liða úrslita Borgunarbikars kvenna fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld þegar ÍBV tekur á móti Breiðabliki en leikurinn hefst klukkan 17.00. Þarna eru að mætast liðin í 3. og 4. sæti Pepsi-deildar kvenna en hinir sjö leikirnir verða síðan spilaðir á föstudag og laugardag.

ÍBV-liðið hefur unnið fjóra leiki í röð með markatölunni 17-2 síðan að Blikakonur sóttu þrjú stig út í Eyjar í 3. umferð pepsi-deildar kvenna 23. maí síðastliðinn. Björk Gunnarsdóttir skoraði þá eina mark leiksins á 10. mínútu.

Kvennalið Breiðabliks hefur níu sinnum orðið bikarmeistari en það vekur athygli að Blikakonur eru án bikarsigurs í tæp þrjú ár eða síðan að þær unnu Fylki 2-1 í undaúrslitum bikarkeppninnar siumarið 2009.

Breiðablik tapaði síðan 1-5 fyrir Val í framlengdum úrslitaleik haustið 2009 og hefur síðan dottið út í fyrstu umferð undanfarin tvö sumur en í bæði skiptin var það á móti Val á heimavelli.

ÍBV-liðið fór í átta liða úrslit 2011 og alla leið í undanúrslit 2010 þegar liðið var í b-deildinni. ÍBV varð bikarmeistari í fyrsta og eina skiptið árið 2004.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×