Fótbolti

Edda með tvær stoðsendingar en Þóra og Sara unnu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir. Mynd/Daníel
Þóra Björg Helgadóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir höfðu betur í Íslendingaslag á móti Eddu Garðarsdóttur í sænsku kvennadeildinni í fótbolta í dag en LdB FC Malmö vann þá 4-3 útisigur á KIF Örebro.

Elin Rubensson kom Malmö í 2-0 en Örebro minnkaði muninn í bæði 2-1 og 3-1. Örebro náði síðan að jafna metin á 86. mínútu þegar Marina Pettersson Engström skoraði eftir stoðsendingu Eddu. Edda hafði einnig lagt upp fyrsta mark Örebro fyrir Sarah Michael.

LdB FC Malmö átti hinsvegar lokaorðið þegar Ramona Bachmann skoraði sigurmarkið á annarri mínútu í uppbótartíma en þetta var hennar annað mark í leik. Malmö komst um leið upp að hlið Tyresö og Vittsjö á toppi deildarinnar en öll liðin eru með 21 stig eftir níu umferðir.

Þóra, Sara Björk og Edda spiluðu allar allan leikinn en næst á dagskránni hjá þeim er síðan tveir landsleikir í undankeppni EM.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×