Thompson: Fullt af fólki veit ekki hver ég er 15. júní 2012 10:15 Thompson fagnar fugli í gær. Hinn lítt þekkti Bandaríkjamaður, Michael Thompson, er efstur á opna bandaríska meistaramótinu í golfi, US Open, eftir fyrsta keppnisdag. Thompson lék á fjórum höggum undir pari í gær og er þrem höggum á undan Tiger Woods, David Toms, Nick Watney, Justin Rose og Graeme McDowell. Keppt er á hinum afar erfiða Olympic Club's Lake-velli og lentu fjölmargir kylfingar í miklum vandræðum með völlinn. Það segir sína sögu að aðeins sex kylfingar hafi leikið undir pari. Hinn 27 ára gamli Thompson byrjaði ekki vel í gær og fékk skolla á fimmtu og sjöttu holu. Hann svaraði því með fimm fuglum á næstu átta holum. "Leyfið Tiger að fá sviðsljósið. Ég kæri mig ekki um það. Ég hugsa bara um að fara út á völlinn og spila mitt golf," sagði Thompson eftir hringinn góða. "Auðvitað er ég samt í sviðsljósinu núna en fullt af fólki hefur ekki hugmynd um hver ég er. Ég er mjög ánægður með það því ég hef alltaf verið gaurinn sem fær að fljóta með. Ég gefst samt ekki auðveldlega upp og er stoltur af því." Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Hinn lítt þekkti Bandaríkjamaður, Michael Thompson, er efstur á opna bandaríska meistaramótinu í golfi, US Open, eftir fyrsta keppnisdag. Thompson lék á fjórum höggum undir pari í gær og er þrem höggum á undan Tiger Woods, David Toms, Nick Watney, Justin Rose og Graeme McDowell. Keppt er á hinum afar erfiða Olympic Club's Lake-velli og lentu fjölmargir kylfingar í miklum vandræðum með völlinn. Það segir sína sögu að aðeins sex kylfingar hafi leikið undir pari. Hinn 27 ára gamli Thompson byrjaði ekki vel í gær og fékk skolla á fimmtu og sjöttu holu. Hann svaraði því með fimm fuglum á næstu átta holum. "Leyfið Tiger að fá sviðsljósið. Ég kæri mig ekki um það. Ég hugsa bara um að fara út á völlinn og spila mitt golf," sagði Thompson eftir hringinn góða. "Auðvitað er ég samt í sviðsljósinu núna en fullt af fólki hefur ekki hugmynd um hver ég er. Ég er mjög ánægður með það því ég hef alltaf verið gaurinn sem fær að fljóta með. Ég gefst samt ekki auðveldlega upp og er stoltur af því."
Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira