Fótbolti

Celta Vigo í efstu deild á ný

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Leikmenn Celta Vigo fagna marki á dögunum.
Leikmenn Celta Vigo fagna marki á dögunum. Mynd / Celta Vigo
Celta Vigo tryggði sér í gær sæti í efstu deild spænsku knattspyrnunnar eftir fimm ára fjarveru. Celta dugði eitt stig í heimaleik gegn Cordoba sem dugði einnig stig til að tryggja sig í umspil. Úr varð tíðindalítill leikur þar sem hvorugt liðið sótti að ráði.

Celta, sem komst í sextán liða úrslit Meistaradeildar árið 2004 og vann Intertoto-keppnina þremur árum fyrr, lauk leik með 85 stig í 42 leikjum sem dugði í annað sæti deildarinnar. Deportivo La Coruna hafði þegar tryggt sér sigur í b-deildinni með 91 stig.

Real Valladolid, Alcorcon, Hercules og Cordoba höfnuðu í sætum þrjú til sex og fara í umspil um þriðja og síðasta lausa sætið í efstu deild. Almeria hafnaði í sjöunda sæti stigi á eftir Cordoba og missti af umspilssæti.

Celta hefur glímt við mikla fjárhagserfiðleika undanfarin ár. Vonir standa til að endurkoma liðsins í efstu deild hjálpi liðinu í þeim erfiðleikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×