Íslenski boltinn

Óðinn og Stefanía stóðu sig best í Laugardalnum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Óðinn Björn Þorsteinsson, kúluvarpari úr FH, og hlaupakonan Stefanía Valdimarsdóttir úr Breiðabliki náðu bestum árangri keppenda á JJ-móti Ármanns í frjálsum íþróttum á Laugardalsvelli í gærkvöldi.

Óðinn Björn kastaði kúlunni 18,59 metra sem gaf honum 1.012 stig á mótinu. Óðinn á best 20,22 metra en það kast tryggði honum farseðilinn á Ólympíuleikana í mars.

Íslandsmet Péturs Guðmundssonar frá árinu 1990 er 21,26 metrar.

Stefanía var sú eina sem hljóp 400 metra grindarhlaupið en lét samkeppnisleysið ekki aftra sér. Hún kom í mark á 62,11 sekúndum en hún á best 61,41 sekúndu. Stefanía fékk 961 stig fyrir hlaupið.

Íslandsmet Guðrúnar Arnardóttur í greinni frá árinu 2000 er 54,37 sekúndur.

Þá kastaði Ásdís Hjálmsdóttir spjótinu 54,56 metra. Íslandsmet hennar frá árinu 2009 er 61,37 metrar.

Önnur úrslit á mótinu má sjá með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×