Íslenski boltinn

Þór/KA með góðan sigur á FH í Pepsi-deild kvenna

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Katrín Ásbjörnsdóttir hefur farið vel af stað á Íslandsmótinu og skoraði hún eitt mark fyrir Þór/KA í dag.
Katrín Ásbjörnsdóttir hefur farið vel af stað á Íslandsmótinu og skoraði hún eitt mark fyrir Þór/KA í dag.
Þór/KA vann í dag góðan 4-1 útisigur á FH-ingum í fyrsta leik fjórðu umferðar Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu. Þór/KA hefur byrjað mótið af miklum krafti og sitja þær í efsta sæti deildarinnar með tíu stig eftir fjóra leiki.

Katrín Ásbjörnsdóttir, Kayle Grimsley og Lára Einarsdóttir komu sínum stúlkum í 3-0 forystu í fyrri hálfleik.

FH tókst svo að minnka muninn í upphafi síðari hálfleiks en þar var að verki Bryndís Jóhannesdóttir. Þór/KA gulltryggði sér svo sigurinn þegar Sandra María Jessen skoraði beint úr hornspyrnu, en markvörður FH náði ekki að kýla boltann frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×