Íslenski boltinn

Valskonur stigalausar í fyrsta sinn í sjö ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það eru kynslóðaskipti í Valsliðinu.
Það eru kynslóðaskipti í Valsliðinu. Mynd/Stefán
Valskonur byrjuðu ekki vel í Pepsi-deildinni því þær töpuðu 2-4 fyrir ÍBV í 1. umferðinni í gær. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2005 sem Valsliðið vinnur ekki fyrsta leikinn sinn á Íslandsmótinu.

Valskonur hafa unnið níu stóra titla á síðustu sex árum en létu sér nægja að vinna "bara" bikarinn á síðustu leiktíð. Umrætt sumar 2005 er einmitt síðasta tímabilið þar sem enginn titill fór upp á Hlíðarenda en Blikar unnu þá tvöfalt.

Hér fyrir neðan má sjá leiki Vals í 1. umferð frá og með árinu 2005 en liðið var búið að vinna fyrsta leikinn sinn undanfarin sex ár og það með markatölunni 25-3.

Leikir Valskvenna í 1. umferð undanfarin ár:

2012 - 2-4 tap á móti ÍBV á útivelli

2011 - 1-0 sigur á Grindavík á heimavelli

2010 - 5-0 sigur á Haukum á útivelli

2009 - 3-1 sigur á KR á útivelli

2008 - 5-1 sigur á Þór/KA á heimavelli

2007 - 5-1 sigur á Stjörnunni á heimavelli

2006 - 6-0 sigur á Stjörnunni á heimavelli

2005 - 1-4 tap fyrir Breiðabliki á útivelli




Fleiri fréttir

Sjá meira


×