Fótbolti

Van Nistelrooy leggur skóna á hilluna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ruud van Nistelrooy.
Ruud van Nistelrooy. Mynd/Nordic Photos/Getty
Ruud van Nistelrooy hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en hann er 35 ára gamall og á að baki farsælan feril með liðum eins og Manchester United og Real Madrid. Van Nistelrooy endaði ferilinn hjá spænska liðinu Malaga.

„Í gær spilaði ég síðasta leikinn sem atvinnumaður. Ég tel að þetta sé rétti tímapunkturinn til að hætta að spila fótbolta því skrokkurinn hefur fengið nóg," sagði Ruud van Nistelrooy á blaðamannafundi.

Van Nistelrooy náði því að verða markakóngur í þremur löndum, Hollandi, Englandi og Spáni og skoraði alls 60 mörk í Meistaradeildinni.

Van Nistelrooy varð tvisvar sinnum enskur meistari á fimm árum með Manchester United og hjálpaði Real Madrid að vinna spænska meistaratitilinn í tvígang.

Van Nistelrooy skoraði 4 mörk í 28 leikjum með Malaga í spænsku deildinni í vetur en var með 12 mörk í 36 leikjum með Hamburger SV tvö tímabil þar á undan. Alls skoraði hann 347 mörk í 589 leikjum á ferlinum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×