Íslenski boltinn

Pepsi-deild kvenna: Katrín raðar inn mörkum í miðjum prófum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Ásbjörnsdóttir byrjaði frábærlega með Þór/KA í Pepsi-deild kvenna um liðna helgi. Hún skoraði tvö mörk og átti stóran þátt í því þriðja í 3-1 sigri á Íslandsmeisturum Stjörnunnar í 1. umferðinni. Það er skammt stórra högga á milli hjá Katrínu því hún þreytir þessa dagana stúdentspróf í MR.

Kolbeinn Tumi Daðason hitti Katrínu í Menntaskólanum í Reykjavík og forvitnaðist um þess stórefnilegu knattspyrnukonu sem er uppalin í KR en ákvað að skella sér norður í sumar. Katrín hafði nýlokið stúdentsprófi í líffræði þegar Kolbeinn Tumi hitti á hana en hún hefur lokið fimm prófum en á þrjú eftir.

„Þetta var ótrúlega skemmtilegur leikur og frábært að spila á móti Íslandsmeisturunum í fyrsta leik. Það var líka frábært að leggja þær á heimavelli," segir Katrín um sigurinn á Íslandsmeisturunum. Hún ræddi meðal annars gengi sitt í prófunum og drauma sína í knattspyrnunni.

Allt viðtalið má sjá með því að smella hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×