Ásdís, Ásgeir, Eygló, Ragna og Þorbjörg fengu öll flottan styrk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2012 13:00 Allir styrkþegarnir samankomnir. Mynd/Landsbanki Íslands Tólf framúrskarandi íþróttamenn fengu í gær úthlutað afreksstyrk úr Samfélagssjóði Landsbankans. Fimm fá styrk að upphæð 400.000 krónur, en þeir eru allir í fremstu röð íslenskra íþróttamanna og einnig voru veittir sjö styrkir til afreksmanna framtíðarinnar, hver að upphæð 200.000 krónur. Þetta er í fyrsta sinn sem Landsbankinn veitir afreksstyrki með þessum hætti en þeir verða veittir árlega hér eftir. Samtals námu afreksstyrkir Landsbankans í ár 3,4 milljónum króna og bárust alls 120 umsóknir um þá. Markmið með styrkveitingunni er að styðja við bakið á afreksfólki sem iðkar einstaklings- eða paraíþróttir. Allir styrkþegar hafa náð langt hver á sínu sviði og geta státað af framúrskarandi árangri bæði hér heima og á erlendum vettvangi. Í hópi styrkþega eru þrír frjálsíþróttamenn, þrír sundmenn, tveir skíðamenn og einn úr badminton, skák, skotfimi og skylmingum.Eftirtaldir hlutu afreksstyrki að upphæð 400.000 kr. Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttakona í Ármanni Ásgeir Sigurgeirsson, skotfimimaður í Skotfimifélagi Reykjavíkur Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona í Sundfélaginu Ægi Ragna Ingólfsdóttir, badmintonkona í TBR Þorbjörg Ágústsdóttir, skylmingakona í Skylmingafélagi ReykjavíkurEftirtaldir hlutu afreksstyrki framtíðarinnar að upphæð 200.000 kr. Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttakona í ÍR Anton Sveinn McKee, sundmaður í Sundfélaginu Ægi Freydís Halla Einarsdóttir, skíðakona í Ármanni Hilmar Örn Jónsson, frjálsíþróttamaður í ÍR Hjörvar Steinn Grétarsson, skákmaður í Taflfélaginu Helli Jón Margeir Sverrisson, sundmaður úr Fjölni og Landssambandi fatlaðra María Guðmundsdóttir, skíðakona úr Skíðafélagi AkureyrarÍ dómnefnd afreksstyrkja sátu Þórdís Lilja Gísladóttir lektor við Háskólann í Reykjavík, sem jafnframt var formaður dómnefndar, Ómar Bragi Stefánsson verkefnastjóri hjá UMFÍ og Atli Hilmarsson, handknattleiksþjálfari og starfsmaður Landsbankans. Skipan dómnefndar er í samræmi við þá stefnu bankans að fagfólk utan hans myndi jafnan meirihluta í dómnefnd. Innlendar Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira
Tólf framúrskarandi íþróttamenn fengu í gær úthlutað afreksstyrk úr Samfélagssjóði Landsbankans. Fimm fá styrk að upphæð 400.000 krónur, en þeir eru allir í fremstu röð íslenskra íþróttamanna og einnig voru veittir sjö styrkir til afreksmanna framtíðarinnar, hver að upphæð 200.000 krónur. Þetta er í fyrsta sinn sem Landsbankinn veitir afreksstyrki með þessum hætti en þeir verða veittir árlega hér eftir. Samtals námu afreksstyrkir Landsbankans í ár 3,4 milljónum króna og bárust alls 120 umsóknir um þá. Markmið með styrkveitingunni er að styðja við bakið á afreksfólki sem iðkar einstaklings- eða paraíþróttir. Allir styrkþegar hafa náð langt hver á sínu sviði og geta státað af framúrskarandi árangri bæði hér heima og á erlendum vettvangi. Í hópi styrkþega eru þrír frjálsíþróttamenn, þrír sundmenn, tveir skíðamenn og einn úr badminton, skák, skotfimi og skylmingum.Eftirtaldir hlutu afreksstyrki að upphæð 400.000 kr. Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttakona í Ármanni Ásgeir Sigurgeirsson, skotfimimaður í Skotfimifélagi Reykjavíkur Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona í Sundfélaginu Ægi Ragna Ingólfsdóttir, badmintonkona í TBR Þorbjörg Ágústsdóttir, skylmingakona í Skylmingafélagi ReykjavíkurEftirtaldir hlutu afreksstyrki framtíðarinnar að upphæð 200.000 kr. Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttakona í ÍR Anton Sveinn McKee, sundmaður í Sundfélaginu Ægi Freydís Halla Einarsdóttir, skíðakona í Ármanni Hilmar Örn Jónsson, frjálsíþróttamaður í ÍR Hjörvar Steinn Grétarsson, skákmaður í Taflfélaginu Helli Jón Margeir Sverrisson, sundmaður úr Fjölni og Landssambandi fatlaðra María Guðmundsdóttir, skíðakona úr Skíðafélagi AkureyrarÍ dómnefnd afreksstyrkja sátu Þórdís Lilja Gísladóttir lektor við Háskólann í Reykjavík, sem jafnframt var formaður dómnefndar, Ómar Bragi Stefánsson verkefnastjóri hjá UMFÍ og Atli Hilmarsson, handknattleiksþjálfari og starfsmaður Landsbankans. Skipan dómnefndar er í samræmi við þá stefnu bankans að fagfólk utan hans myndi jafnan meirihluta í dómnefnd.
Innlendar Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira