Fótbolti

Hönefoss vann Vålerenga - tveir risar lagðir á stuttum tíma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristján Örn Sigurðsson.
Kristján Örn Sigurðsson. Mynd/Anton
Kristján Örn Sigurðsson og Arnór Sveinn Aðalsteinsson spiluðu allan tímann í vörn Hönefoss þegar liðið vann 1-0 sigur á Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Hönefoss eru nýliðar í deildinni en hafa aðeins fengið á sig 7 mörk í fyrstu 10 leikjum sínum. Hönefoss hefur þegar haldið hreinu í sex leikjum.

Þetta var annar sigur liðsins á stuttum tíma á móti ríkustu félögunum í deildinni því fyrir þremur dögum vann Hönefoss 1-0 útisigur á Rosenborg.

Hönefoss er í nú í 5. sæti deildarinnar sex stigum á eftir toppliði Strömsgodset.

Veigar Páll Gunnarssson sat allan tímann á bekknum hjá Vålerenga í þessum leik og hefur aðeins spilað í samtals 90 mínútur í fyrstu tíu umferðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×